Úrval - 01.06.1942, Page 33
MYNDUN SAMBANDSRÍKIS
31
áttu í Evrópu, sem forfeður
þeirra flúðu undan hingað til
Ameríku.
Þegar þessari styrjöld lýkur,
ríður mjög á, að vinsamleg
samvinna takist á milli Breta
og Bandaríkjamanna. Með því
að skipa Englendingum í óæðri
bekk minnihlutans innan ríkja-
sambandsins, yrði slík sam-
vinna fyrirfram dauðadæmd.
Eru deilur um forsetakosningu
— til dæmis um Roosevelt og
Churchill — líklegar til að efla
ensk-ameríska samvinnu?
Hin almenna afstaða Eng-
lendinga eftir stríðið mundi
að öllum líkindum verða eitt-
hvað á þessa leið:
Við vorum nauðuglega stadd-
ir. Þið Ameríkumenn sögðuð,
að eina lausnin fyrir okkur
væri að mynda ríkjasamband
ásamt ykkur. Af því að okkur
reið á hjálp ykkar, þá gerðum
við það. Nú finnum við, að
okkur er allt annað en geðfellt
að þurfa að ráðfæra okkur við
ykkur um vörurnar, sem við
kaupum eða seljum, peningana,
sem við notum, fánann, sem
floti sá, er einu sinni var kon-
unglegi brezki flotinn, siglir
undir. Okkur var nauðugur
einn kostur, en nú gefum við
fjandann í allt saman. Og hvað
gerið þið nú?
Auðvitað mundum við ekkert
gera, og ríkjasambandið væri
þar með úr sögunni. I staðinn
væri komin óvinátta og tor-
tryggni á milli Breta og Banda-
ríkjamanna, einmitt þegar
traust og náin samvinna þess-
ara þjóða væri eina von heims-
ins.
Ýmsar fullyrðingar sam-
bandssinna eru svo óraunhæfar,
að furðu sætir. Til dæmis eins
og sú staðhæfing, að ekki
þyrfti nema að tilkynna stofn-
un slíks rikjasambands til að
skjóta Hitler alvarlega skelk í
bringu. Það er ekki svo auðvelt
að gera Hitler skelkaðan. Hvaða
munur væri á því fyrir hann að
þurfa að berjast við hið fyrir-
hugaða ríkjasamband eða nú-
verandi andstæðinga sína sem
hefðu stuðning Bandaríkjanna
að baki sér? Auðlindir og
mannafli yrði í báðum tilfellun-
um hið sama.
Sambandssinnar fullyrða, að
hver þjóð innan sambandsins
eigi að fá að halda sínu fulla
innra sjálfstæði. En reynslan í
Kanada, Bandaríkjunum og
Ástralíu sýnir, að alríkisstjórn-
in sviptir hin einstöku ríki