Úrval - 01.06.1942, Page 41
HIN MIKLU MISTÖK BANDARlKJANNA
39
staðreynd, að árangurinn af
þessari stefnu er sá, að við
stöndum nú andspænis styrjöld
og óvinum í austri og vestri, og
reynum í ofboði að búa okkur
undir að mæta þeirri hættu,
sem við höfðum ekki vit eða
hugrekki til að bæja frá í tíma.
Þegar auðug og starfsöm þjóð,
forystuþjóð, kemst í slíka að-
stöðu á svo skömmum tíma,
getur það ekki verið neinum
vafa bundið, að hún hefir verið
afvegaleidd og notið illrar for-
ystu.
Ábyrgðin hvílir á okkur öll-
um. Við erum frjálsir menn og
ábyrgir fyrir því, sem skeð
hefir. En hin sögulega skýring
er sú, að í meira en tuttugu
ár hefir stjórnarfyrirkomulag
Bandaríkjanna í meðferð utan-
ríkismála ekki fengið að njóta
sín, eins og því var upphaflega
ætlað. Sumarið 1919 náði lítill
minnihluti í öldungadeild þings-
ins tökum á utanríkisstefnu
Bandaríkjanna með málþófi og
miskunnarlausum áróðri innan
þingsins. Síðan hefir þessi
minnihluti, með því að nota sér
hið ótakmarkaða málfrelsi,
beitt synjunarvaldi gagnvart
öllum forsetum og meirihlutum
ínnan þingsins. Árangurinn hef-
ir verið sá, að þessi minnihluti
hefir neytt framkvæmdastjórn-
ina á hverjum tíma til að fylgja
utanríkisstefnu sinni.
Stefna þessi hefir hlotið nafn-
ið einangrunarstefha. Hernaðar-
stefnu sína byggir hún á gildi
varnarstöðunnar. Enginn for-
seti, nema ef til vill Harding,
hefir verið einangrunarsinni á
meðan hann sat við völd, og
vissulega hafa engir forystu-
menn innan hersins fylgt þess-
ari hernaðarstefnu. Enginn her-
maður eða sjómaður trúir á
hana. Og þó hafa einangrunar-
sinnar ráðið stefnunni.
Það voru þeir, en ekki Wilson,
sem réðu stefnu Bandaríkjanna
við friðarsamningana eftir síð-
asta stríð. Þeir neyddu Coolidge
til að ganga svo hart eftir stríðs-
skuldunum, að uppbyggingin
eftir stríðið varð að engu. Þeir
bundu hendur Hoovers, þegar
hann gerði tilraun til að koma í
veg fyrir fjárhagshrunið mikla.
Þeir sömdu hlutleysislögin.
Þeir börðust á móti afnámi
vopnaútflutningsbannsins áður
en stríðið brauzt út og veiktu
með því mjög aðstöðu Englands
og Frakklands og seinkuðu her-
gagnaframleiðslunni í Banda-
ríkjunum um marga mánuði.