Úrval - 01.06.1942, Síða 44
42
ÚRVAL
barizt með oddi og egg gegn
því að við gerðum bandalag við
stórveldi eins og Bretland og
Frakkland. Öllum bandalögum
fylgja kvaðir í þeim skilningi,
að erfiðleikar annars aðilans
verða um leið erfiðleikar hins.
Nazistabylting í Brazilíu eða
Mexico mundi kref jast aðgerða
af hálfu Bandaríkjanna. Það
mælir engin skynsemi með þeirri
stefnu, sem er fylgjandi banda-
lagi við hin veiku ríki Vestur-
álfu, en berst á móti bandalagi
við stórveldi, eins og Bretland,
sem stutt gæti varnir Ameríku
með stærsta flota í heimi.
Bandalög við aðrar þjóðir
eru okkur nauðsynleg, vegna
þess að í engu öðru stórveldi
ráða einangrunarsinnar stefn-
unni. Sú stefna okkar, að forð-
ast að gera bandalag við hern-
aðarleg stórveldi, mun fyrr eða
síðar leiða til þess, að þau verða
óvinum okkar að bráð og neyð-
ast til að ganga í bandalag gegn
okkur. Lýðræðisríkin hefðu átt
að skilja þennan beizka sann-
leika fyrir löngu. Fyrir tuttugu
árum áttum við Stóra-Bretland
og Frakkland fyrir bandamenn.
I dag er Frakkland okkur glat-
að, og því miður á bandi óvina
okkar. Og þrátt fyrir þessa aug-
ljósu staðreynd, er enn til fólk
á meðal okkar, og álitið með
fullri skynsemi, sem vill búa
Bretlandi sama hlutskipti.
Þessi pólitíska kórvilla á rót
sína að rekja til þeirrar hern-
aðarlegu kórvillu, að landvörn-
um þjóðarinnar sé bezt borgið
með því að standa vörð á landa-
mærunum og bíða þar eftir að
mæta árásinni og hrinda henni
af höndum sér. Þetta er örugg-
asta leiðin til ósigurs. Því að ef
þjóðin reynir að standa vörð
eftir endilöngum landamærum
sínum, getur hún ekki neins
staðar verið nógu sterk. Óvin-
inum er í lófa lagið að safna.
ofurefli liðs til árásar á veik-
asta hlekkinn í varnarkeðjunni,
brjóta varnirnar á bak aftur
og neyða varnarliðið til að gera
það, sem það hafði aldrei ætlað
sér að gera: að hefja sókn til
að reka óvininn af höndum sér.
Að ætla sér að verja Norður-
Ameríku með þessari aðferð,
krefst ekki aðeins varnarliðs á
15,000 mílna strandlengju, hún.
hefir það óhjákvæmilega í för
með sér, að þegar baráttan
hefst, verður hún háð í ame-
rískri landhelgi til ómetanlegs
tjóns fyrir amerískar siglingar
og hafnarborgir.