Úrval - 01.06.1942, Page 64
62
ÚRVAL
minni líkur fyrir því að til
þeirra sæist, heldur en ef þau
væru ein á ferð.
Þessi skoðun byggðist á
reynslu. Jörðin er hnöttur, sem
kunnugt er, og veldur það því,
að sjóndeildarhringurinn er
þeim mun minni því neðar, sem
við stöndum.
Þilfar kafbáts, sem er ofan-
sjávar, er ekki nema 4—5 fet
upp úr sjó og turn hans er 7 fet.
Varðmaðurinn, sem stendur í
turni kafbátsins, sér yfirborð
sjávar í aðeins tveggja sjó-
mílna fjarlægð.
Úr þessari hæð sést aðeins
efra þilfar, reykháfur og möst-
ur skips, sem er þrjár sjómílur
undan. f mílu fjarlægð sést
aðeins efri hluti reykháfs og
möstur og í 5 sjómílna fjar-
lægð er skipið horfið sjónum.
Hér er miðað við dagsbirtu og
gott skyggni, en í rigningu,
þoku og drungalegu veðri
minnkar sjóndeildarhringurinn
til muna frá því, sem hér er
sagt.
Aðstaðan hefir breyzt mjög
frá síðasta stríði. Þjóðverjar
ráða nú yfir strandlengjunni
frá Noregi til Spánar og er hún
um það bil 3500 km. á lengd.
Frá sérhverri höfn á öllu þessu
svæði hafa nú þýzkir kafbátar
og ofansjávar víkingaskip
frjálsan aðgang að Atlantshafi,
bæði fyrir norðan og sunnan
England.
Auk þess hafa flugvélarnar
breytt mjög hernaðaraðstöð-
unni á sjónum. 1 síðustu styrj-
öld höfðu Bretar algerlega yfir-
höndina á hafinu umhverfis
England, en nú ræður þýzki loft-
flotinn þar lögum og lofum, sem
hefir bækistöðvar á hinni löngu
strandlengju Evrópu, er veit að
Atlantshafi. Jafnvel brezki flot-
inn er ekki lengur óhultur í
bækistöðvum sínum við Eng-
land, og horfin eru tundurdufla-
belti þau, sem áður lokuðu
Norðursjónum fyrir þýzkum
skipum.
Bretar leggja að vísu enn
tundurdufl umhverfis landið í
skjóli náttmyrkurs, og nota til
þess kafbáta, flugvélar og tund-
urduflaskip. En munurinn er sá,
að 1914—1918 var það gert sem
ráðstöfun til sóknar, það var
einn liðurinn í innilokun Þýzka-
lands, en er nú einvörðungu
varnarráðstöfun.
Flugvélarnar eru lítið notað-
ar til árása á skip, en hafa vald-
ið því, að skipalestirnar eru nú
hvergi nærri eins óhultar fyrir