Úrval - 01.06.1942, Page 65
SKIPALESTIR
63
Itafbátunum og áður. Könnun-
arvélar, sem hafa bækistöðvar
í Noregi og á Frakklandi, fljúga
allt að því 1500 km. á sjó út.
Leita þær uppi skipalestir og
tilkynna kafbátunum stöðu
þeirra, hraða og stefnu. Kafbát-
amir geta því nú legið fyrir
skipalestunum og gert árásir á
þær, þegar bezt hentar.
Áður voru kafbátarnir oftast
einir á ferli, en nú, þegar þeir
njóta aðstoðar flugvélanna, eru
þeir margir saman, stundum 6,
jafnvel 10, og gera þá oft ógur-
legan usla. Þegar þeir ráðast á
skipalest, haga þeir ferðum sín-
um svo, að þeir geti skotið tund-
urskeytunum eftir henni endi-
langri frá hlið. Venjulegast gera
þeir sér far um að skjóta fyrst
í kaf það varðskipið, sem fremst
siglir.
Þýzkir kafbátar hafa sex
tundurskeytahlaup, fjögur að
framan og tvö að aftan. Þegar
þeir gera árás, skjóta þeir fyrst
framskeytunum, snúa sér í
skyndi og skjóta hinum tveim.
Þá hraða þeir sér á brott undan
varðskipum þeim, sem ekki
tókst að hæfa.
Þegar árásir eru gerðar að
næturlagi, eru kafbátarnir oft
ofansjávar. Þeir láta þá betur
að stjórn og komast venjulega
undan í náttmyrkrinu.
Skipalestirnar fara hægt, í
þeim eru mörg skip og er
skammt á milli þeirra. Það er
því auðvelt að hæfa þau. Skip-
in dreifa sér þegar árás er gerð
á lestina, en kafbátarnir elta
þau uppi, eitt og eitt, og valda
enn miklu tjóni. Þess eru dæmi,
að skotin hafi verið í kaf 11—-
12 skip úr lest, sem 35 skip
voru í.
Einasta vopnið móti kafbát-
um eru djúpsprengjur. Varð-
skipin heyra í kafbátum, séu
þeir á næstu grösum, með sér-
stökum hljóðnemum, og varpa
sprengjunum fyrir borð á þeim
slóðum, sem þau ætla að óvin-
urinn leynist. Heppni ræður þó
mestu um það, hvort tekst að
granda kafbátnum.
I lok síðustu styrjaldar voru
smíðuð tundurskeyti, sem farið
gátu 10 sjómílur, og vart er
hugsanlegt, að þýzku tundur-
skeytin séu nú lakari. I slíkri
fjarlægð verða varðskipin hins
vegar ekki kafbátanna vör.
Það mun þó sjaldgæft að kaf-
bátar skjóti á skipalest af
lengra færi en 3—5 sjómílur.
Það er ljóst af öllu, að skipa-
lesta fyrirkomulagið er ekki