Úrval - 01.06.1942, Side 78
76
ÚRVAL
né eins vinmargur og kvenholl-
ur. Við ákváðum að reyna að
flækja Tanama í eitthvert
hneykslismál, og neyða hann
síðan til að hrekjast úr landi
eða fremja sjálfsmorð. Okkur
var sama, hvorn kostinn hann
veldi, ef við aðeins gætum losn-
að við hann.
Það var ekki svo auðvelt að
veiða hann. Hann hafði sérstak-
lega náin kynni af leikkonu
einni, Dyinskaya að nafni. Við
fórum til hennar og sögðum
henni, hvað við höfðum í
hyggju, en við urðum að beita
hótunum við hana til að fá
hana í lið með okkur. Svei mér,
ef ég held ekki að hún hafi elsk-
að þennan þorpara! En að lok-
um fengum við hana á okkar
band.
Kvöld eitt fór hún til Tanama
og sagði honum, að hann yrði
að giftast sér undir eins. Hann
neitaði — auðvitað með fullri
kurteisi — og benti henni á, að
ef japanskur liðsforingi kvæn-
ist útlendri konu, verður hann
samstundis að leggja niður her-
þjónustu. Auk þess ætti hann
konu heima í Japan, bætti hann
hugsandi við. Hann bauð leik-
konunni peninga, en hún neitaði
að taka við þeim. Annað hvort
yrði hann að giftast sér, eða
hún gerði málið að opinberu
hneykslismáli. „Þér getið hugs-
að málið þangað til á morgun,“
sagði hún. ,,Þá kem ég eftir
svarinu.“
Daginn eftir hringdi síminn
hjá mér. Það var Tanama. Hann
bað mig að finna sig strax, það
væri mjög áríðandi.
Ég fór heim til hans. Hann
tók kurteislega á móti mér og
spurði hreinskilnislega og útúr-
dúralaust, hvort ég hefði heyrt
um þetta Ilyinskaya mál.
Ég gat ekki endurgoldið
hreinskilni hans og kvað nei við.
Hann sagði mér þá í stuttu
máh alla málavexti, og bætti svo
við: ,,Þér vitið, hvers ég á úr-
kosta, ef hún gerir alvöru úr
hótun sinni? Þér skuluð ekki
halda, að ég sé bleyða. Ég ótt-
ast ekki hneyksli, og ég er held-
ur ekki hræddur við að fremja
sjálfsmorð. En ætt mín er æfa-
gömul, tigin og stolt, og faðir
minn, sem er í leyndarráði kon-
ungs, er fjörgamall. Ég gæti
ekki afborið, að hann frétti um
vanvirðu mína. Hann mundi
telja það skyldu sína að fylgja
mér í dauðann til að þvo smán-
arblettinn af ættinni. Og föður-
bróðir minn líka. Þér þekkið