Úrval - 01.06.1942, Page 80
78
ÚRVAL
starfsaðferðum og hertækni,
sem vöktu undrun okkar. Allt
hafði verið undirbúið með næst-
um því smásmugulegri ná-
kvæmni. „Japanar eru nákvæm-
ir, jafnvel í blekkingum eins
og þessum,“ sagði Oblomov
majór.
,,Ef það eru þá blekkingar,“
sagði einn liðsforinginn.
„Auðvitað. Nákvæmnin er
þeim svo í blóð borin, að hún
segir til sín í blekkingunum
líka.“ Þetta var almennt álit
okkar allra. Skjölin voru sett
inn í skáp og gleymdust þar.
Sex mánuðum seinna, sumar-
ið 1903, kom annar pakki með
skjölum, sem í öllu voru jafn
ítarleg og nákvæm og hin fyrri.
Þetta voru ráðagerðir um lið-
flutninga á suðurhluta Man-
sjúríu skagans, sem aðallega
beindust að Mukden. Hin ná-
kvæma útskýring á hinum
minnstu smáatriðum vakti efa-
semair hjá sumum okkar í leyni-
þjónustunni. Tveir liðsforingjar
héldu því fram, að rétt væri að
rannsaka þessi skjöl nákvæm-
lega, ef ske kynni, að þau væru
ófölsuð og endurskoða varnar-
fyrirætlanir okkar í samræmi
við það. En slíkt hefði kostað
gjörbreytingu á öllum varnar-
aðferðum okkar, og endalokin
urðu því þau, að þessi skjöl voru
líka lögð til hliðar.
Seint í desember sama ár kom
þriðja skjalasendingin og fjöll-
uðu þau um hernaðaraðgerðir
við Yalu ána. En það gafst eng-
inn tími til að ræða þau nánar,
því að daginn eftir komu óvænt-
ar fréttir frá Tokyo. Þessar
fréttir voru svo ótrúlegar, að
við hefðum ekki trúað þeim, ef
hernaðarsérfræðingur okkar í
Tokyo hefði ekki staðfest þær
1 einu og öllu. Tanama hafði
verið handtekinn, þegar hann
var að stela hernaðarlega þýð-
ingarmiklum skjölum í hermála-
ráðuneytinu, og hafði verið tek-
inn af lífi sem njósnari.
Okkur var næst að taka þetta
sem enn eitt dæmi um japanska
herkænsku. En allar upplýsing-
ar, sem við fengum, mæltu gegn
því. Og ef nokkur efi hefir
leynzt með okkur, þá hvarf
hann alveg nokkrum dögum
seinna, þegar við sáum í heims-
blöðunum, að faðir hans, Tan-
ama prins, hafði framið sjálfs-
morð, þegar hann frétti um
smánardauða sonar síns.
Og við höfðum fullt af jap-
önskum hernaðarleyndarmálum
í fórum okkar!