Úrval - 01.06.1942, Síða 80

Úrval - 01.06.1942, Síða 80
78 ÚRVAL starfsaðferðum og hertækni, sem vöktu undrun okkar. Allt hafði verið undirbúið með næst- um því smásmugulegri ná- kvæmni. „Japanar eru nákvæm- ir, jafnvel í blekkingum eins og þessum,“ sagði Oblomov majór. ,,Ef það eru þá blekkingar,“ sagði einn liðsforinginn. „Auðvitað. Nákvæmnin er þeim svo í blóð borin, að hún segir til sín í blekkingunum líka.“ Þetta var almennt álit okkar allra. Skjölin voru sett inn í skáp og gleymdust þar. Sex mánuðum seinna, sumar- ið 1903, kom annar pakki með skjölum, sem í öllu voru jafn ítarleg og nákvæm og hin fyrri. Þetta voru ráðagerðir um lið- flutninga á suðurhluta Man- sjúríu skagans, sem aðallega beindust að Mukden. Hin ná- kvæma útskýring á hinum minnstu smáatriðum vakti efa- semair hjá sumum okkar í leyni- þjónustunni. Tveir liðsforingjar héldu því fram, að rétt væri að rannsaka þessi skjöl nákvæm- lega, ef ske kynni, að þau væru ófölsuð og endurskoða varnar- fyrirætlanir okkar í samræmi við það. En slíkt hefði kostað gjörbreytingu á öllum varnar- aðferðum okkar, og endalokin urðu því þau, að þessi skjöl voru líka lögð til hliðar. Seint í desember sama ár kom þriðja skjalasendingin og fjöll- uðu þau um hernaðaraðgerðir við Yalu ána. En það gafst eng- inn tími til að ræða þau nánar, því að daginn eftir komu óvænt- ar fréttir frá Tokyo. Þessar fréttir voru svo ótrúlegar, að við hefðum ekki trúað þeim, ef hernaðarsérfræðingur okkar í Tokyo hefði ekki staðfest þær 1 einu og öllu. Tanama hafði verið handtekinn, þegar hann var að stela hernaðarlega þýð- ingarmiklum skjölum í hermála- ráðuneytinu, og hafði verið tek- inn af lífi sem njósnari. Okkur var næst að taka þetta sem enn eitt dæmi um japanska herkænsku. En allar upplýsing- ar, sem við fengum, mæltu gegn því. Og ef nokkur efi hefir leynzt með okkur, þá hvarf hann alveg nokkrum dögum seinna, þegar við sáum í heims- blöðunum, að faðir hans, Tan- ama prins, hafði framið sjálfs- morð, þegar hann frétti um smánardauða sonar síns. Og við höfðum fullt af jap- önskum hernaðarleyndarmálum í fórum okkar!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.