Úrval - 01.06.1942, Page 83

Úrval - 01.06.1942, Page 83
„Eitt einasta syndar augnablik . . . . “ Frjósemi. Smásaga eftir Guy de Maupassant. að var vor og garðurinn skartaði í öllum litum regn- bogans. Þeir gengu um, vinirnir, og röbbuðu saman. Annar var þingmaður, en hinn háskólakennari. Báðir voru þeir gáfaðir og alvörugefnir og nutu trausts og virðingar. I fyrstu ræddu þeir um stjórn- mál og beindist talið frekar að mönnum en málefnum, eins og oft vill vera. Þá rifjuðu þeir upp gamlar endurminningar, en talið féll brátt niður, og gengu þeir þá enn um, hljóðir og hugs- andi. Loftið var þrungið blóma- angan og bærðist lítið eitt. Blómin, alla vega lit, kinkuðu kolli í andvaranum. Þingmaðurinn nam staðar, dró andann djúpt, og sagði: „Einkennilegt er það, að þessi stóru tré skuli hafa vaxið upp af örlitlu frækorni, og að trén og blómin skuli geta af sér sína líka í órafjarlægð héðan.“ Þá gekk hann að geysistóru og fallegu tré og sagði, eins og hann væri að tala við það: „Gamli vin, undrast mundir þú, ef þú vissir, hve mörg af- kvæmi þú átt. Auðvelt veitist þér að auka kyn þitt, og ekki þarft þú að kvíða afleiðingun- um.“ Háskólakennarinn sagði: „Hið sama má segja um okkur.“ Þingmaðurinn svaraði: „Ekki neita ég því, að við gerum margt í hugsunarleysi, en við vitum. um það, og það er munurinn. Hinn maðurinn hristi höfuð- ið: „Það er ekki það, sem ég á við. Flestir menn eiga eitt eða fleiri óþekkt börn, föðurlaus börn, sem þeir hafa getið af sér nærri óafvitandi, eins og trén. Ef okkur væri sagt, hve margar konur við höfum átt vingott við um æfina, þá mynd- um við undrast, engu síður en tréð að tarna yfir fjölda af- kvæma sinna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.