Úrval - 01.06.1942, Síða 83
„Eitt einasta syndar
augnablik . . . . “
Frjósemi.
Smásaga
eftir Guy de Maupassant.
að var vor og garðurinn
skartaði í öllum litum regn-
bogans. Þeir gengu um, vinirnir,
og röbbuðu saman.
Annar var þingmaður, en hinn
háskólakennari. Báðir voru þeir
gáfaðir og alvörugefnir og nutu
trausts og virðingar.
I fyrstu ræddu þeir um stjórn-
mál og beindist talið frekar að
mönnum en málefnum, eins og
oft vill vera. Þá rifjuðu þeir
upp gamlar endurminningar, en
talið féll brátt niður, og gengu
þeir þá enn um, hljóðir og hugs-
andi.
Loftið var þrungið blóma-
angan og bærðist lítið eitt.
Blómin, alla vega lit, kinkuðu
kolli í andvaranum.
Þingmaðurinn nam staðar,
dró andann djúpt, og sagði:
„Einkennilegt er það, að þessi
stóru tré skuli hafa vaxið upp
af örlitlu frækorni, og að trén
og blómin skuli geta af sér sína
líka í órafjarlægð héðan.“
Þá gekk hann að geysistóru
og fallegu tré og sagði, eins og
hann væri að tala við það:
„Gamli vin, undrast mundir
þú, ef þú vissir, hve mörg af-
kvæmi þú átt. Auðvelt veitist
þér að auka kyn þitt, og ekki
þarft þú að kvíða afleiðingun-
um.“
Háskólakennarinn sagði: „Hið
sama má segja um okkur.“
Þingmaðurinn svaraði: „Ekki
neita ég því, að við gerum margt
í hugsunarleysi, en við vitum.
um það, og það er munurinn.
Hinn maðurinn hristi höfuð-
ið: „Það er ekki það, sem ég á
við. Flestir menn eiga eitt eða
fleiri óþekkt börn, föðurlaus
börn, sem þeir hafa getið af sér
nærri óafvitandi, eins og trén.
Ef okkur væri sagt, hve
margar konur við höfum átt
vingott við um æfina, þá mynd-
um við undrast, engu síður en
tréð að tarna yfir fjölda af-
kvæma sinna.