Úrval - 01.06.1942, Side 84

Úrval - 01.06.1942, Side 84
-82 ÚRVAL Frá átján ára aldri til fertugs höfum við sennilega komizt í ná- in kynni við tvö til þrjú hundruð konur. Og ert þú nú viss um, góði vin, að einhver þeirra hafi ekki orðið þunguð af þínum völdum, og að þú eigir þannig ef til vill son, sem er glæpamað- ur, þjófur eða morðingi, eða dóttur, sem er vændiskona? Nærri undantekningarlaust á hver vændiskona eitt eða tvö börn, sem hún veit ekki, hver er faðir að. I öllum viðskiptum er hagnaður og tap, og eru þessir föðurleysingjar ,,tapið“ hjá vændiskonunum. Og hverjir eiga sökina? Ég, þú og fjöldi ann- arra „heiðvirðra" manna. Við höfum drukkið, svallað og látið að vilja ólgunnar í blóðinu með þessum afleiðingum. Þjófar, ræningjar, úrþvætti, það eru okkar börn. Og þessir vesalingar auka kyn sitt sem aðrir menn. Ég hefi á samvizkunni ljóta sögu, sem ég skal segja þér. Hún veldur mér hugarangistar og kvíða og gerir lífið nær óbærilegt. Þegar ég var tuttugu og fimm ára gamall, fór ég fótgangandi um Bretagne-skagann ásamt einum vini mínum. Þegar við höfðum gengið í fimmtán eða tuttugu daga og farið um norð- urströndina og hluta af Finis- terre, komum við til Douarnen- ez. Þaðan fórum við á einum degi til Raz, um Trespasses-fló- ann, og gistum í þorpi, sem ég man ekki hvað heitir. Næsta morgun var vinur minn þungt haldinn og varð að liggja í rúm- inu, eða fletinu, öllu heldur. Það var ómögulegt að dvelja á þessum stað stundinni lengur. Ég neyddi hann því til að fara á fætur, og við komum til Audi- erne kl. 4 eða 5 um kveldið. Næsta dag var hann nokkru betri. Við héldum áfram ferð- inni, en brátt versnaði honum mjög, og komumst við með mestu herkjum til Pont-Labbe. Þar var gistihús, og fór vinur minn þegar í rúmið. Við lét- um sækja lækni til Quimper, en hann gat ekki greint sjúkdóm- inn. Þú hefir aldrei komið til Pont- Labbe? Það er einkennilegasti bærinn á leiðinni frá Point Raz til Morbikan. Frá því saga þessi gerðist og fram til þessa dags hefir þar ekkert breyzt, hvorki hið innra né ytra. Þetta er mér kunnugt um, því að ég kem nú þangað á ári hverju.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.