Úrval - 01.06.1942, Blaðsíða 84
-82
ÚRVAL
Frá átján ára aldri til fertugs
höfum við sennilega komizt í ná-
in kynni við tvö til þrjú hundruð
konur. Og ert þú nú viss um,
góði vin, að einhver þeirra hafi
ekki orðið þunguð af þínum
völdum, og að þú eigir þannig
ef til vill son, sem er glæpamað-
ur, þjófur eða morðingi, eða
dóttur, sem er vændiskona?
Nærri undantekningarlaust á
hver vændiskona eitt eða tvö
börn, sem hún veit ekki, hver er
faðir að. I öllum viðskiptum er
hagnaður og tap, og eru þessir
föðurleysingjar ,,tapið“ hjá
vændiskonunum. Og hverjir eiga
sökina? Ég, þú og fjöldi ann-
arra „heiðvirðra" manna. Við
höfum drukkið, svallað og látið
að vilja ólgunnar í blóðinu með
þessum afleiðingum.
Þjófar, ræningjar, úrþvætti,
það eru okkar börn. Og þessir
vesalingar auka kyn sitt sem
aðrir menn.
Ég hefi á samvizkunni ljóta
sögu, sem ég skal segja þér.
Hún veldur mér hugarangistar
og kvíða og gerir lífið nær
óbærilegt.
Þegar ég var tuttugu og fimm
ára gamall, fór ég fótgangandi
um Bretagne-skagann ásamt
einum vini mínum. Þegar við
höfðum gengið í fimmtán eða
tuttugu daga og farið um norð-
urströndina og hluta af Finis-
terre, komum við til Douarnen-
ez. Þaðan fórum við á einum
degi til Raz, um Trespasses-fló-
ann, og gistum í þorpi, sem ég
man ekki hvað heitir. Næsta
morgun var vinur minn þungt
haldinn og varð að liggja í rúm-
inu, eða fletinu, öllu heldur.
Það var ómögulegt að dvelja
á þessum stað stundinni lengur.
Ég neyddi hann því til að fara á
fætur, og við komum til Audi-
erne kl. 4 eða 5 um kveldið.
Næsta dag var hann nokkru
betri. Við héldum áfram ferð-
inni, en brátt versnaði honum
mjög, og komumst við með
mestu herkjum til Pont-Labbe.
Þar var gistihús, og fór vinur
minn þegar í rúmið. Við lét-
um sækja lækni til Quimper, en
hann gat ekki greint sjúkdóm-
inn.
Þú hefir aldrei komið til Pont-
Labbe? Það er einkennilegasti
bærinn á leiðinni frá Point Raz
til Morbikan. Frá því saga þessi
gerðist og fram til þessa dags
hefir þar ekkert breyzt, hvorki
hið innra né ytra. Þetta er mér
kunnugt um, því að ég kem nú
þangað á ári hverju.