Úrval - 01.06.1942, Síða 89
FRJÓSEMI
87
tók mér bók í hönd og reyndi
að lesa. En ég gat það ekki, því
að hugurinn var bundinn annars
staðar. Sonur minn! Sonur
minn! Við nánari íhugun fannst
mér hann líkjast mér mjög, aug-
un, nefið, allt. Munurinn var
aðeins sá, að hann var óhreinn
og í tötrum.
Ég gat ekki dvalið lengur í
gistihúsinu, án þess að vekja
grunsemdir. Ég fór því þaðan
dapur í bragði, lét gestgjafann
hafa nokkurt fé og bað hann að
verja því til að gera líf hjúsins
bærilegra.
I sex ár hefi ég búið við þessa
hræðilegu óvissu. Ég fer til
Pont-Labbe á ári hverju, nauð-
ugur viljugur.
I hvert skipti, sem ég kem
þaðan hefir óvissan og kvíðinn
færst í aukana. Ég hefi reynt
að láta kenna honum, en árang-
urslaust. Hann er hálf-viti og
óbætanlegur drykkjumaður. —
Stundum selur hann utan af sér
garmana til þess að fá peninga
fyrir áfengi.
Ég hefi reynt að vekja vork-
unnsemi gestgjafans á honum
til þess að hann reyndist honum
betur, og boðið honum fé í því
augnamiði. En gestgjafinn, sem
undraðist mjög umhyggju mína
fyrir vesalmenninu, sagði rétti-
lega: ,,Allt það, sem þér viljið
fyrir hann gera, er honum til
tjóns. Hann má engin fríðindi
hafa, því að þá er engu tauti
við hann komandi. Ef þér viljið
gera góðverk á einhverjum
munaðarleysingja eða einstæð-
ing, þá veljið heldur einhvern,.
sem kann að meta það.“
Hverju gat ég svarað þessu?
Og ef ég léti í ljós þann hræði-
lega grun, sem ég ber í brjósti,
þá myndi hann án efa gera mér
lífið enn óbærilegra, en það
þegar er orðið.
Ég tel sjálfum mér trú um,
að ég hafi drepið móður hans
og eigi sök á því, hvernig hann
er sjálfur. Ef hann hefði notið.
sómasamlegs uppeldis, hefði
hann ef til vill orðið eins og aðr-
ir menn.
Ég get ekki lýst fyrir þér
þeim hræðilega og óbærilega
ótta, sem gerir vart við sig í ná-
vist hans, hugsuninni um það,
að hann sé hold af mínu holdi
og blóð af mínu blóði, og að
hann beri sömu hvatir í brjósti
og ég.
Ómótstæðilegt afl dregur mig
þó á ári hverju til Pont-Labbe.
en þegar ég sé hann, þá er eins
og rýtingi sé stungið í hjarta