Úrval - 01.06.1942, Síða 94
Hafið þið heyrt ástarsöng músanna?
Einkennileg skilningavit
Samþjöppuð grein úr „Nature Magazine“
eftir A. Devoe.
IV A annseyrað er ónæmt fyrir
*■ mörgum hljóðum, sem
dýr heyra vel. Þannig gefur t. d.
„hundaflautan" frá sér svo há-
an tón að við heyrum hann ekki,
enda þótt hundar heyri hann.
Sú trú er aldagömul, að mýs
geti sungið, og þykjast sumar
húsmæður hafa orðið þess var-
ar. Tilraun, sem nýverið var
gerð hér að lútandi, bendir ótví-
rætt til að svo sér, en tón-
arnir eru svo háir, að manns-
eyrað er yfirleitt ónæmt fyrir
þeim. Aðrar mýs heyra hins
vegar sönginn glöggt. Þeir ör-
fáu menn, sem heyra ástarsöng
músanna, svo og þeir, sem
heyra í hinni ,,hljóðu“ hunda-
flautu, eru gæddir sömu af-
burðaheyrn sem Týr forðum.
Það er næsta einkennilegt, að
allt í kring um oss eru leikin
lög, sem við heyrum ekki, og
tilveran baðar í allskyns ljósum
og litum, sem við erum ónæm
fyrir, én skorkvikindi, eins og
t. d. maurar sjá greinilega.
Leðurblökur, sem eru á ferli
að nóttu til og fljúga með feikna
hraða, myndu oft rekast á, ef
þær treystu sjóninni einni. 1
þess stað hafa þær dularfullt
,,sjötta“ skilningarvit. Eyrun og
sennilega vængirnir einnig, eru
svo næm fyrir breytingu á loft-
þrýstingi og hljóðbylgjum, að
leðurblökurnar ,,heyra“ hlut í
dimmunni áður en þær sjá hann.
Eitt sinn var bundið fyrir aug-
un á leðurblöku og hún látin í
herbergi, þar sem strengir úr
hljóðfæri höfðu víða verið sett-
ir. Flaug hún um herbergið með
geysi hraða klukkustundum
saman án þess að reka sig á.
Hvernig stendur á því að
hundar forðast menn, sem eru
hræddir við þá, enda þótt menn-
irnir geri sér allt far um að
leyna óttanum ? Fróðir menn
ætla, að frá óttaslegnum mönn-
um stafi angan, sem við erum
ónæm fyrir, en sem hefir mjög
slæm áhrif á hunda.
Hinn frægi þýzki vísindamað-