Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 96
,Ekki er allt gull, sem glóir“.
Samþjöppuð grein úr „His Majesty of Corsica“
eftir V. Pirie.
\ fersailles, aðsetursstaður Lúð-
* víks XIV, var dásamleg-
asta, dýrasta og tilkomumesta
slot miðaldanna, en jafnframt sá
kaldasti, óhreinasti og óþægi-
legasti íverustaður, sem hugs-
ast gat. Reykháfarnir voru svo
víðir, að rigning, rok og snjór
slökktu eldana á arninum eða
fylltu herbergin reyk og ösku.
Og jafnvel þótt skíðlogaði
á eldstæðunum, þá megnaði það
samt ekki að ylja upp hin geysi-
víðu salarkynni. Gluggar voru
aldrei opnaðir, þegar kaltvarúti,
en sót og stybba gerðu þá ólíft
í hinni konunglegu byggingu.
Karlmenn og eldri konur gátu
að verulegu leyti klætt af sér
kuldann, en ungu stúlkurnar
ekki, vegna tízkunnar, sem þá
ríkti. Þær urðu þó að bera
sig borginmannlega, því að
kveinstafir féllu konungnum
illa. Lúðvík XIV var mjög harð-
gerður maður; hann þoldi kulda
manna bezt, og gat sofið vær-
Það hefir margt verið skrifað um
glæsileik hirðlífsins við hirð „Sólkon-
ungsins" í Versailles. Hér er brugðið
upp annarri mynd af þessum „glæsi-
leik“ en menn hafa átt að venjast.
um blundi í rúmi, sem moraði
af kakkalökkum.
1 hallargarðinum og á göng-
unum varð ekki þverfótað fyrir
alls konar möngurum, úrsmið-
um, rökurum og betlurum. Þjón-
ar voru þar á sífelldum þönum,
og jók það mjög á glundroðann.
Óhreinindunum verður naumast
lýst. Allur sá aragrúi sníkju-
dýra, sem hafðist við í höllinni
sólsetra á milli, gerði þarfir
sínar hvar sem var. Heldri kon-
ur voru bornar um gangana í
burðarstólum. Eigi var sjald-
gæft að mæta kúm og geitum í
sjálfri höllinni, því að konungs-
fjölskyldan lét mjólka þær við
herbergisdyr sínar. Þjónustu-
fólkið gat farið frjálst allra
sinna ferða um höllina, og