Úrval - 01.06.1942, Page 101

Úrval - 01.06.1942, Page 101
LISSABON 99 Portúgal er þýðingarmikil miðstöð fyrir áróðursmenn stríðsþjóðanna. Þar fást ensk, þýzk, ítölsk, spönsk og frönsk blöð, og sum þeirra kosta minna en í heimalandinu. Á hverjum morgni fær þýzka útbreiðslu- málaráðuneytið blaðapakkann sinn frá Lissabon með öllum helztu blöðum Englands og á sama hátt fær brezka upplýs- ingamálaráðuneytið þýzk blöð. Spilahúsið á Estoril er miðstöð áróðursins. Þar má heyra síð- ustu slúðursögurnar um hand- töku Himmlers, hina dularfullu flugvélategund Rússa, og yfir- vofandi árás á Gibraltar. Sér- fræðingar geta ekki einu sinni greint sannleikann frá lýgi. íbú- ar Lissabon eru notaðir sem til- raunadýr við beitingu nýrrar áróðurstækni. Þeir þyrpast fyrir framan fréttamyndirnar, sem stríðsaðiljarnir hengja út til sýnis. Þeir horfa með áhuga á þýzkar myndir af brunandi skriðdrekum og rússneskum föngum. Svo halda þeir áfram niður götuna og skoða með jafn- miklum áhuga myndir af brezk- um konum við landvarnastörf. Portúgalar eru gestrisin þjóð, umburðarlyndir og lausir við allt kynþáttahatur. Flóttamenn sættu því yfirleitt ágætri með- ferð framan af. Það duldist heldur ekki, að mikill erlendur gjaldeyrir streymdi inn í landið með þeim. En brátt varð flótta- mannastraumurinn svo mikill, að til vandræða horfði. Auknar hömlur voru þá settar um land- vistarleyfi, og eftirlit lögregl- unnar varð svo strangt, að líf flóttamannanna í Lissabon varð ein samfelld röð af yfirheyrzl- um og nærgöngulum spurning- um lögreglunnar. Fjölda mörg- um var varpað í fangelsi og haldið þar lengri eða skemmri tíma. Einn af embættismönnum stjórnarinnar sagði mér, að eins og ástandið væri nú í heimin- um, væri nauðsynlegt fyrir Portúgala að vera sérstaklega varkára. En eins og allir vita í Lissabon, eru það aðeins hinir fátæku og umkomulausu, sem sæta slíkri meðferð, en aldrei hinir virðulegu útsendarar stríðsþjóðanna, sem auðvitað hafa alltaf öll sín plögg í lagi. Þó að peningar hafi þannig streymt inn í landið í tvö ár, hefir almenningur lítið notið góðs af því, ef frá eru taldir bílstjórar og þjónar. Verkamenn fá enn um kr. 2,50 á dag og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.