Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 101
LISSABON
99
Portúgal er þýðingarmikil
miðstöð fyrir áróðursmenn
stríðsþjóðanna. Þar fást ensk,
þýzk, ítölsk, spönsk og frönsk
blöð, og sum þeirra kosta minna
en í heimalandinu. Á hverjum
morgni fær þýzka útbreiðslu-
málaráðuneytið blaðapakkann
sinn frá Lissabon með öllum
helztu blöðum Englands og á
sama hátt fær brezka upplýs-
ingamálaráðuneytið þýzk blöð.
Spilahúsið á Estoril er miðstöð
áróðursins. Þar má heyra síð-
ustu slúðursögurnar um hand-
töku Himmlers, hina dularfullu
flugvélategund Rússa, og yfir-
vofandi árás á Gibraltar. Sér-
fræðingar geta ekki einu sinni
greint sannleikann frá lýgi. íbú-
ar Lissabon eru notaðir sem til-
raunadýr við beitingu nýrrar
áróðurstækni. Þeir þyrpast fyrir
framan fréttamyndirnar, sem
stríðsaðiljarnir hengja út til
sýnis. Þeir horfa með áhuga á
þýzkar myndir af brunandi
skriðdrekum og rússneskum
föngum. Svo halda þeir áfram
niður götuna og skoða með jafn-
miklum áhuga myndir af brezk-
um konum við landvarnastörf.
Portúgalar eru gestrisin þjóð,
umburðarlyndir og lausir við
allt kynþáttahatur. Flóttamenn
sættu því yfirleitt ágætri með-
ferð framan af. Það duldist
heldur ekki, að mikill erlendur
gjaldeyrir streymdi inn í landið
með þeim. En brátt varð flótta-
mannastraumurinn svo mikill,
að til vandræða horfði. Auknar
hömlur voru þá settar um land-
vistarleyfi, og eftirlit lögregl-
unnar varð svo strangt, að líf
flóttamannanna í Lissabon varð
ein samfelld röð af yfirheyrzl-
um og nærgöngulum spurning-
um lögreglunnar. Fjölda mörg-
um var varpað í fangelsi og
haldið þar lengri eða skemmri
tíma.
Einn af embættismönnum
stjórnarinnar sagði mér, að eins
og ástandið væri nú í heimin-
um, væri nauðsynlegt fyrir
Portúgala að vera sérstaklega
varkára. En eins og allir vita í
Lissabon, eru það aðeins hinir
fátæku og umkomulausu, sem
sæta slíkri meðferð, en aldrei
hinir virðulegu útsendarar
stríðsþjóðanna, sem auðvitað
hafa alltaf öll sín plögg í lagi.
Þó að peningar hafi þannig
streymt inn í landið í tvö ár,
hefir almenningur lítið notið
góðs af því, ef frá eru taldir
bílstjórar og þjónar. Verkamenn
fá enn um kr. 2,50 á dag og