Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 102
100
ÚRVAL
óbreyttur lögregluþjónn 20 til
30 aurum meira. Þjónustustúlk-
an, sem fær þrjá eða fjóra doll-
ara á mánuði auk fæðis fyrir
að vinna frá morgni til mið-
nættis, er talin lánsöm. Göturn-
ar eru fullar af betlurum og
tötralegum börnum.
Þeir, sem notið hafa góðs af
peningaflóðinu, eru tiltölulega
fámennur hópur stríðsgróða-
manna og það eru þeir, sem
fylla sali spilavítanna. Annars
er hvers konar fjárhættuspil
mikið stundað í Portúgal af öll-
um stéttum. Almenningur fer
með sinn síðasta eyri í happ-
drættismiða, og stærsti viðburð-
ur í viku hverri er dráttur-
inn í happdrættinu. Hæsti vinn-
ingurinn er 150.000 krónur. Við
happdrættið eru allir draumar
fjöldans tengdir, það er eina
leiðin til fjár og frama. ,,Fjár-
hættuspil er nautnalyf fólksins,11
sagði gáfaður Portúgali við mig,
,,en það þarfnast þessa nautna-
lyfs,“ bætti hann við. Öðrum
Portúgölum finnst þetta bölvun,
sem standi í vegi fyrir heil-
brigðri þróun og menningu í
landinu.
En þrátt fyrir allt hefir stríð-
ið haft örfandi áhrif á starfs og
lifnaðarhætti borgarbúa. Mikið
af nýtízku byggingum hefir ver-
ið reist, nýir vegir lagðir og nýj-
ar iðngreinar risið upp. f fyrra
var það gert að skyldu að ganga
á skóm í borginni. Fyrir fáum
vikum var, að undangengnum
almennum áróðri í blöðum og
útvarpi, bannað að hrækja á
göturnar, og liggja við sektir,
sem þrefaldast við hvert ítrekað
brot. Á meðan ég er að skrifa
þetta, má sjá auglýsingar í öll-
um götum um kosningar, sem
fram eiga að fara innan
skamms — með alvarlegum
áminningum til allra kjósenda,
að neyta kosningaréttar síns og
kjósa rétt. Kosningarétt hafa
aðeins heimilisfeður og í kjöri
eru aðeins stuðningsmenn
stjórnarinnar. En eins og einn
embættismaður komst að orði
við mig: „Fyrst er að kenna
mönnum formið og síðan að
læra að meta kjarnann.“
Það eru meira en þrjár aldir
síðan Portúgalar fundu stóran
hluta af heiminum og gerðust
stórveldi. Fyrir undarlega kald-
hæðni örlaganna hefir ný og
ægileg styrjöld nú leitt til þess,
að land þeirra, sem um langan
aldur var lítt þekkt, hefir á ný
dregið að sér athygli umheims-
ins.