Úrval - 01.06.1942, Side 104

Úrval - 01.06.1942, Side 104
102 URVAL Orðið ,,óframkvæmanlegt“ þekkist ekki meðal vísinda- manna. Eitt af því, sem árum saman var talið óframkvæman- legt, var að tengja saman gler og málm, því að þessi tvö efni þenjast misjafnlega út við hita og losna því úr tengslum. En ekki alls fyrir löngu kom til mín Dr. Albert Hull, sem vinnur á rannsóknastofu minni, og tjáði mér, að hann hefði ráðið gátuna. Honum hafði tekizt að setja saman málmblöndu, sem þandist nákvæmlega eins mikið út við upphitun og gler. Og nú getum við tengt þessi tvö efni, málm og gler, en með því verður framleiðsla ýmissa nytsamlegra hluta betri og ódýrari en áður hefir þekkst. Eitt sinn kom til okkar mað- ur og vildi hann skila aftur raf- magnsmótor, sem hann hafði fengið hjá okkur, því að vírinn í honum væri óeinangraður. Okkur gekk erfiðlega að sann- færa hann um að svo væri ekki, en gátum reyndar ekki áfellst hann fyrir að vera tortrygginn. í heilan mannsaldur höfðu eng- ar nýungar verið gerðar á sviði einangrunar, og höfðum við orðið að notast við ull og pappír og annað þess háttar, sem var fyrirferðarmikið og reyndist illa. Einangrunarefni eru nú unnin úr kolum og lími og sitja þau svo þétt, að engu er líkara en að þau séu hluti af vírnum. Það má fletja vírinn og hand- leika eftir vild án þess að ein- angrunin fari af. Þessi forláta. einangrun er nú mjög að ryðja. sér til rúms. Árið 1916 voru í Ameríku að- eins 19 tilraunastofur í þágu iðnaðarins, en eru nú nálægt. 2000. Þar starfa nú færustu vísindamenn og sérfræðingar þjóðarinnar að ýmsu því, sem henni má að gagni koma í styrj- öldinni, en ekki er að svo stöddu heimilt að gera heyrum kunn- ugt afrek þau, sem þar eru unnin. Mér hefir oft flogið í hug, hvað gera á við allt gull heims- ins ef það verður verðlaust, eins og margir hagfræðingar ætla. Reynist sú skoðun rétt, þá mun sá maður, sem finnur nothæfni þess, ekki þurfa að bera kvíð- boga fyrir framtíðinni. Að því mun ef til vill reka að matvæli verði seld í silfur-dós- um og hefir vísindamaður einn, sem ég þekki, smíðað nokkrar slíkar dósir. Þetta er ekkióhugs- andi á stríðstímum a. m. k., því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.