Úrval - 01.06.1942, Side 108
106
ÚRVAL
er þetta mikilvægt í augum dr.
Haushofers, og engu síður
en baráttuhugur, framleiðslu-
geta og lega strandvirkja óvin-
anna. Af þessu má sjá, hvar
Himmler geti vænzt mest af
njósnarstarfsemi sinni, hvar
hljómgrunnurinn er beztur fyrir
áróður Göbbels og hvar Ribben-
trop fái frekast beitt stjórn-
málakænsku sinni.
Fréttir berast að staðaldri frá
utanríkisþjónustunni. I Berlín
eru haldin sérstök námskeið
fyrir fulltrúa Ribbentrops, þar
sem þeim er kennt að leita
þeirra frétta, sem Haushofer
mega að gagni koma.
Fulltrúar dr. Göbbels, sem
eru í þýzkum ferðamannaskrif-
stofum og skrifstofum skipa-
félaga erlendis, fylgjast vand-
lega með skrifum erlendra blaða
og gera tillögur um áróður
þann, sem líklegastur er til
árangurs í hverju landi.
Nákvæm njósnarstarfsemi er
rekin af hinni erlendu deild Naz-
istaflokksins, sem stjórnar og
veitir fjárhagslegan stuðning
3500 félögum, er Þjóðverjar
erlendis hafa myndað með sér,
og er eitt þeirra ,,Volksbund“ í
Bandaríkjunum. Þar eð margir
meðlimir þessara félaga eru sér-
fræðingar á ýmsum sviðum.
hafa þeir getað gefið nákvæmar
og fróðlegar upplýsingar um
framleiðslugetu hinna ýmsu
þjóða, svo og um ýmislegt ann-
að, sem máli skiptir.
Erfiðasta og ábyrgðarmesta
njósnarstarfsemin er rekin af
UA-1, hinum erlendu deildum
Gestapos, en þær voru, er styrj-
öldin braust út, 9000 talsins.
Þegar Haushofer hefir safnað
nægum upplýsingum um ein-
hverja þjóð, og unnið úr þeim
gögnum, er skýrsla um það send
til Hitlers. Henni fylgja og ráð-
leggingar um það, sem gera
þurfi, og jafngildir það fyrir-
skipunum.
Haushofer taldi nauðsynlegt,
að Þýzkaland vingaðist fyrst
um sinn við Rússland og Japan,
en mætti þar megnri andstöðu
kommúnistafjendanna íNazista-
flokknum. f ágúst 1939 hafði
hann þó mál sitt fram, því að
þá var þýzk-rússneski samning-
urinn undirritaður og heims-
styrjöldin gat hafizt. I septem-
ber 1940 hrósaði Haushofer enn
sigri, en þá var samningurinn
við Japan gerður, er bersýnilega
var bent gegn Bandaríkjun-
um. Og samkvæmt þriðja samn-
ingnum gaf Stalin Japan frjáls-