Úrval - 01.06.1942, Side 113

Úrval - 01.06.1942, Side 113
ÖRLAGASTUND ENGLANDS 111 vakti hjá mér geig, jafnvel þó að ég þyrfti ekki að óttast neina loftárás þá. Engar stórárásir höfðu þá enn verið gerðar á London. Morguninn eftir var ég að skrifa á ritvélina mína, þegar Maud Hall, skozka herbergis- stúlkan kom inn. Hún tók til starfa sinna og var fátöluð í fyrstu, en svo brast af vörum hennar þessi spurning, sem ég átti eftir að heyra mörg þúsund sinnum á meðan ég dvaldi í Eng- landi: „Hvað hugsa Ameríku- menn? Hvernig finnst þeim við standa okkur?“ Um þessar mundir var ég ekki svo viss um, hvað Ameríkumenn hugsuðu, en ég sagði henni, að þeir hefðu samúð með Englendingum. Seinna hitti ég fjölda manna, sem líkt var ástatt um. Þeir úthelltu hjarta sínu fyrir mér undir eins og þeir vissu, að ég var frá Bandaríkjunum. Það var átakanlegt að horfa upp á, hvað þeir þráðu heitt að heyra þó ekki væri nema fátækleg hug- hreystingar- eða hvatningarorð. Þegar ég hafði látið skrásetja mig hjá lögreglunni, fór ég í langa gönguför í gegnum mið- hluta Lundúnaborgar. Ég sá hermenn vera að strengja gaddavír yfir göturnar, reisa vígi, grafa skotgrafir í lysti- görðum, og á húsþökum og í húsagörðum voru drengir og öldungar að heræfingum —- heimavarnarliðið var í deigl- unni. Viðbúnaður var alls staðar — í loftinu, á götunum og í blöð- unum. Úr glugganum mínum sá ég áletrun í búðarglugga. Það voru hin frægu orð úr ræðu Churchills: „Göngum nú öll til starfa, í stríði og við strit, hver á sínum stað.“ Og í bókabúð stóðu með risaletri orð John af Gaunt: ,,. . . Þessi helgi reitur, þessi mold, þetta ríki — Eng- land.“ Þegar ég var að borða þetta kvöld, sagði yfirþjónninn við mig: „Ef við verðum að deyja, þá deyjum við — og við vitum fyrir hvað við deyjum.“ Upp frá þessu efaðist ég aldrei um, að Englendingar myndu berjast þar til yfir lyki. Allir unnu af kappi, vitandi það, að á hverju augnabliki gátu þeir átt von á árás Þjóðverja. En þeir breyttu ekki háttum sínum. Þeir önnuðust blómin sín, og einhver, sem kallaði sig „Nátt- úruskoðara", skrifaði í ,,Times“ um athuganir sínar á fuglalifi.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.