Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 117
ÖRLAGASTUND ENGLANDS
115
irnir komu út, einna líkastir
skógarbjörnum í gæruskinns-
fóðruðum kápum, hlýjum bux-
um og flugstígvélum.
Þetta var áhrifamikil stund.
Vélamennirnir kvöddu flug-
mennina með handabandi og
klöppuðu á öxlina á þeim. Þegar
vagnarnir, sem fluttu flugmenn-
ina að vélunum snéru aft-
ur, hrópuðu landmennirnir
kveðjuorð til flugmannanna og
réttu upp þumalfingurinn —
það er kveðjan, sem Bretar hafa
tekið upp í þessu stríði.
Brátt voru brautarljósin
kveikt, og vörpuðu þau daufri
ljósræmu eftir flugbrautinni.
Svo hófu flugvélarnar sig upp
hver á fætur annarri og svifu
í hringi yfir flugvellinum á með-
an þær biðu eftir burtfarar-
merkinu. Um leið og merkið var
gefið, tóku þær allar stefnu í
austur og hurfu eins og fuglar
út í fjarskan.
Ég kenndi til magnleysis og
skjálfta í hnjánum og ógleði við
þessa sjón. Þeir voru að fara
til orustu eins og krossfararnir
forðum — til einvígis inn í miðju
landi óvinanna. Mér varð hugs-
að til þess kvíða, sem hafði
gripið mig á flugferðinni frá
Portúgal til Englands. Ég hafði
ekki viljað að ég yrði skotinn
niður, og ég var tíu árum eldri
en þessir drengir — þeir höfðu
tífalt meiri ástæðu til að þrá
lífið. Skyldan verður annað og
meira en innantómt orð á stund-
um eins og þessum.
Kvöldið eftir heimsókn mína
á flugvöllinn, fór ég til að sjá
leikritið „Á flótta“, sem naut
mikillar aðsóknar í London —
í New York hafði það aðeins
verið sýnt í örfá skipti. Það var
amerískt, og fjallaði um vita-
vörð á Michiganvatni. Árið 1848
hafði farizt skip við klettinn,
og á einverustundum ásóttu
hugsanir um þetta slys vita-
vörðinn. Með ímyndunarafli
sínu endurskóp hann skipbrots-
mennina, sem verið höfðu inn-
flytjendur frá Evrópu, er misst
höfðu trúna á mannkynið og
framtíð þess, og trúðu því, að
þess biði ekki annað en tortím-
ing. En í leikslok kom vitavörð-
urinn fram á sviðið og hélt
þrumandi ræðu yfir skipverjum,
og hvatti þá til að vera þolin-
móða og þrautseiga. Hann sagði
þeim, að á þessari stundu væri
ungur maður í Illinois, sem héti
Abraham Lincoln, að frú Curie
væri fædd, og að Florence Night-
ingale væri lifandi, að Pasteur