Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 123
ÖRLAGASTUND ENGLANDS
12L
sprengjum falla •— þá fyrstu
langt í burtu, þá næst sínu nær
og þá þriðju rét.t hjá. Ég heyrði
tímasprengjur falla, heyrði þær
hitta í mark og beið með öndina
í hálsinum eftir sprengingunni
— sem aldrei kom. Það var eins
og að bíða eftir ósunginni nótu
í lagi.
Að lokum tók að grána fyrir
morgni, og rauðeygður og
þreyttur fór ég niður til morg-
unverðar. Allir voru rauðeygðir
og þreyttir þennan morgun. En
allir mættu til vinnu ■— þjón-
arnir, gjaldkerinn og blaða-
drengurinn. Alls staðar var
reykjarlykt og áhyggjusvipur
var á hverju andliti, sem menn
reyndu ekki að leyna. Hús yfir-
þjónsins hafði orðið fyrir
sprengju og hrunið um nóttina.
,,Ég var í loftvarnarskýlinu í
garðinum og varð að koma til
vinnu í náttfötunum innan undir
frakkanum, það eru einu fötin,
sem ég á,“ sagði hann í afsök-
unartón.
,,Það er hræðilegt," sagði
Maud, þegar hún kom inn til að
þurrka af. ,,Lyftudrengurinn dó
í gærkvöldi. Hann er í heima-
varnarliðinu og var á verði í
Lambeth."
Ivey, hreingerningarstúlkan,
hafði orðið undir rústum. „Þeir-
voru þrjá tíma að grafa hana
upp,“ sagði Maud, ,,og samt
kom hún til vinnu eins og venju-
lega í morgun.“
Ég fór snemma út til að at-
huga skemmdirnar. Það var
hræðileg sjón að sjá London á
þessum mánudagsmorgni, 9.
september — eyðileggingin var
ægileg. Alls staðar voru þreytu-
legir menn önnum kafnir við að
ryðja götur, grafa í húsarúst-
um, gera við vatns- og gasleiðsl-
ur og lappa upp á brotin skolp-
ræsi. Um alla London mátti
heyra hamarshögg og glerbrota-
glamur, þegar verið var að sópa
göturnar. Allir voru sér þess
ósjálfrétt meðvitandi, að hvað
sem það kostaði yrðu þeir að
vera búnir að hreinsa til áður
en myrkrið dytti á og næsta
árás hæfist. Þúsundir sjálfboða-.
liða tóku þátt í þessum störfum.
Menn vissu, að þeir yrðu um
fram allt að halda götunum
greiðum, sjá um að vatns- og
rafmagnsleiðslur væru í lagi og
aðflutningar á matvælum teppt-
ust ekki. Borgararnir voru orðn-
ir þátttakendur í stríðinu, varn-
ir borgarinnar hvíldu nú á herð-
um þeirra.
Og með dagsbirtunni óx fólk-