Úrval - 01.06.1942, Page 126

Úrval - 01.06.1942, Page 126
124 ÚRVAL hreystingar í návist annara. Loftið var vont þar niðri, sumir hrutu og aðrir hóstuðu. Það fór varla hjá því að einn eða fieiri væru með inflúensu. En hljóðið í byssunum, flugvélunum og sprengjunum heyrðist ekki. Og að lokum auðnaðist mér ef til vill að festa blund. Heimili Maud varð fyrir sprengju og hún misti aleigu sína. Hún sagði, að það gerði ekkert til. Þegar konungshöllin varð fyrir sprengju sagði hún um konunginn: ,,Hann hefir orðið að þola mikið fyrir landið sitt, blessaður drengurinn." Þjónninn missti systur sína, maður, sem vann hjá Western Union særðist í loftárás, og Johnny Johnstone á skrifstofu verzlunarráðsins, stóð upp frá borðum, fór út í garð og safn- aði saman í körfu leifunum af flugmanni, sem fallið hafði til jarðar. Tímasprengja, sem ver- ið var að flytja í burtu, sprakk á bílnum fyrir utan Trocadero veitingahúsið og fótur af manni þeyttist inn um glugga á veit- ingahúsinu og inn í borðsal. Sprengja féll í gegnum þakið á St. Pauls kirkjunni og sundr- aði áletruninni: „Því að svo elskaði guð heiminn . . .“ Her- bergið mitt á Waldorfhótelinu varð fyrir sprengju og ég varð að flytja í hinn endann á hús- inu. Og þar kom að lokum, að dyravörðurinn kom ekki til vinnu sinnar. Það spurðist aldrei neitt til hans og við komumst að þeirri niðurstöðu, að hann hefði orðið fyrir sprengju á leiðinni heim til sín og tætzt í sund- ur. Nótt eftir nótt féllu sprengj- urnar án afláts. En Bretar misstu ekki kjark- inn, sigurvissa þeirra var óbif- andi. Ég sá það daginn, sem St. Paulskirkjan varð fyrir sprengj- unni. Ég sá fólkið standa við járnhliðið og horfa þögult á. gatið á þaki kirkjunnar, og mér varð þá ljóst, að í hugum fólks- ins var London ekki lengur af þessum heimi. Ég skildi þá, hvað menn áttu við, þegar þeir sögðu, að þeir vildu heldur sjá London í rústum, en að bjarga henni á þann hátt, sem Frakkar höfðu bjargað París. Notre Dame kirkjan var í augum þeirra dautt minnismerki — dauð kirkja í smáðri borg. London var ekki lengur af þessum heimi; hún var borg dr. John- sons, London Shakespeares, ,,hið milda Ijós sem lýsir.“ Hún
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.