Úrval - 01.06.1942, Qupperneq 126
124
ÚRVAL
hreystingar í návist annara.
Loftið var vont þar niðri, sumir
hrutu og aðrir hóstuðu. Það fór
varla hjá því að einn eða fieiri
væru með inflúensu. En hljóðið
í byssunum, flugvélunum og
sprengjunum heyrðist ekki. Og
að lokum auðnaðist mér ef til
vill að festa blund.
Heimili Maud varð fyrir
sprengju og hún misti aleigu
sína. Hún sagði, að það gerði
ekkert til. Þegar konungshöllin
varð fyrir sprengju sagði hún
um konunginn: ,,Hann hefir
orðið að þola mikið fyrir landið
sitt, blessaður drengurinn."
Þjónninn missti systur sína,
maður, sem vann hjá Western
Union særðist í loftárás, og
Johnny Johnstone á skrifstofu
verzlunarráðsins, stóð upp frá
borðum, fór út í garð og safn-
aði saman í körfu leifunum af
flugmanni, sem fallið hafði til
jarðar. Tímasprengja, sem ver-
ið var að flytja í burtu, sprakk
á bílnum fyrir utan Trocadero
veitingahúsið og fótur af manni
þeyttist inn um glugga á veit-
ingahúsinu og inn í borðsal.
Sprengja féll í gegnum þakið
á St. Pauls kirkjunni og sundr-
aði áletruninni: „Því að svo
elskaði guð heiminn . . .“ Her-
bergið mitt á Waldorfhótelinu
varð fyrir sprengju og ég varð
að flytja í hinn endann á hús-
inu. Og þar kom að lokum, að
dyravörðurinn kom ekki til
vinnu sinnar. Það spurðist aldrei
neitt til hans og við komumst að
þeirri niðurstöðu, að hann hefði
orðið fyrir sprengju á leiðinni
heim til sín og tætzt í sund-
ur.
Nótt eftir nótt féllu sprengj-
urnar án afláts.
En Bretar misstu ekki kjark-
inn, sigurvissa þeirra var óbif-
andi. Ég sá það daginn, sem St.
Paulskirkjan varð fyrir sprengj-
unni. Ég sá fólkið standa við
járnhliðið og horfa þögult á.
gatið á þaki kirkjunnar, og mér
varð þá ljóst, að í hugum fólks-
ins var London ekki lengur af
þessum heimi. Ég skildi þá, hvað
menn áttu við, þegar þeir sögðu,
að þeir vildu heldur sjá London
í rústum, en að bjarga henni á
þann hátt, sem Frakkar höfðu
bjargað París. Notre Dame
kirkjan var í augum þeirra
dautt minnismerki — dauð
kirkja í smáðri borg. London
var ekki lengur af þessum
heimi; hún var borg dr. John-
sons, London Shakespeares,
,,hið milda Ijós sem lýsir.“ Hún