Úrval - 01.06.1942, Síða 127
ÖRLAGASTUND ENGLANDS
125
var lifandi kraftur í hjörtum
fólksins.
Sum kvöld fór ég í eitthvert
af loftvarnabyrgjunum, sem
byggð höfðu verið handa al-
menningi. Þau skárstu voru sem
neðanjarðarvíti, en þar varð
mér fyrst verulega Ijóst, hvað
sáíarþrek þjóðarinnar var mik-
ið. Menn kvörtuðu um ástandið
í byrgjunum, kröfðust endur-
bóta og kappræddu stjórnmál,
en engum virtist koma til hug-
ar, að ekki væri hægt að þola
lífið í byrgjunum. Hjá því varð
ekki komizt og þess vegna tóku
menn því með aga og þolinmæði.
Það var sami ábifanlegi sjálfs-
aginn og hjá brezku hermönn-
unum, þegar þeir stóðu í röðum
á ströndinn við Dunkirk og biðu
eftir því að verða teknir um
borð. Menn merktu sér svefn-
svæði á neðanjarðarstöðvunum
með áletruðum pappírslappa og
engum datt í hug að virða ekki
þann rétt, sem miðinn gaf. Þetta
fyrirkomulag, sem almenningur
hafði fundið upp sjálfur, minnti
mig á nýbyggjana í Ameríku,
þegar þeir voru að helga sér
land. Ég sá aldrei eða heyrði
getið um, að Lundúnabúar rif-
ust eða berðust um rúmfleti í
byrgjunum.
Loftvarnabyrgin í London
voru ekkert ósiðlegir staðir, þó
að þau væru óvistleg. Þegar
maður kom inn í þau, sá maður
fólkið liggja í röðum, aðeins
nægilegt rúm til þess að geta
teygt úr sér — menn höfðu ekki
einu sinni jafn mikið pláss og
lík í kirkjugarði. Snemma á
kvöldin, áður en menn fóru að
sofa, mátti sjá þar hundruð
manna, kvenna og barna. Sumir
lásu, aðrir spiluðu og konur
gáfu börnum brjóst. Ég furð-
aði mig alltaf á rólyndi þess,
glaðværð og þeirri nærgætni,
sem menn jafnvel hér sýndu
hver öðrum. Enginn virtist
skeyta um líkamleg þægindi.
Það var engu líkara en að fólk-
ið hefði sofið á hörðu steingólfi
alla sína æfi. Raddkliðurinn
var eins og fossniður, þangað
til klukkan ellefu, þá datt allt í
dúnalogn, og allur þessi stóri
hópur lagðist til svefns. Ég gat
aldrei vanist þessari sjón — að
hugsa sér, að þetta skyldi eiga
eftir að koma fyrir Lundúna-
búa. Hér lágu þeir í kös menn-
irnir, sem stjórnuðu fjórðaparti
jarðarinnar, drottnarar heims-
veldisins, þar sem sólin aldrei
setzt. Hér lifðu þeir eins og
frumstæðir hellisbúar niðri i