Úrval - 01.12.1942, Side 5
LEIFTURHLJÓMDRÁPAN FRÁ LENINGRAD
3
ingar. Þegar hann kom heim af
hljómleikum, var hann vanur að
greina við píanóið það, sem
hann hafði heyrt, um leið og
hann fylgdist með raddskrá
hljómsveitarinnar og endurtók
sumt oft. Þar að auki var hann
ákafur íþróttavinur, svo að
hvorki kuldi né úrkoma aftraði
honum frá að sækja kappleiki.
Shostakovitch skrifaði fyrstu
hljómdrápu sína sem prófverk-
efni á námsárum sínum. Þá var
hann ekki nema 19 ára, en síðan
hafa híjómsveitarstjórar á borð
við Toscanini, Stokowski og
Walter tekið hana inn í verk-
efnaskrá sína. Þessi skjóti fram-
gangur örvaði mjög afköst
hans, þótt stundum brygðist til
beggja vona um viðtökur nýrra
verka.
Hin kunna deila, sem reis út
af „Lafði Macbeth fráMtsensk",
var nærri búin að eyðileggja
frægðarorð hans. Þessi ópera
birti myndir úr smáborgalífi
Zar-Rússlands, og notaði til
þess tónræna nýjungaviðleitni,
sérkennileik, háreysti og fá-
fengileik. Hún var svo vinsæl
meðal íbúa Rússlands, að Stalin
ómakaði sig til að sjá óperuna;
en hann hneykslaðist á öfgum
hennar og lýsti því yfir, að hún
væri „óholl, grunnhyggnisleg,
sérvizkuleg og raunskökk".
Höfundurinn fékk ofanígjöf
hjá blöðunum, og var hann
áminntur um að semja tónsmíð-
ar, sem samsvöruðu betur anda
byltingarinnar. Það, sem af
þessu hlauzt, var fimmta hljóm-
drápan, þar sem tónskáldið op-
inberar einbeittan persónuleik,
sem hefir mótazt í baráttu og
þjáningum og tjáir að lokum
sigurvissu mannkynsins.
Handverkið á tónsmíðum
Shostakovitch er gallalaust.
Hann er slyngur kunnáttumað-
ur í tónfræði, djarfur nýstefnu-
maður, og arftaki heiðstefnunn-
ar í senn, og tónhst hans er
mörkuð fegurðarnæmi hans og
andlegum eiginleikum — mikil-
leik persónunnar.
I æsku var Shostakovitch
mjög háður vestur-evrópiskri
tónlist. Eftir 1928 fór að bera
á tilhneigingu hans til að má út
þessi áhrif. Hann fór að snúa
sér að þjóðfélagslegum stefjum
og raunsærri skýrgreiningu á
tónrænni athöfn. Hann er mjög
rýninn á sjálfan sig. Þegar verk-
inu er lokið, færist ró yfir hann,
sem víkur burt jafnskjótt og
hann byrjar á næsta verkefni.
Hann snýr aldrei, svo að segja,