Úrval - 01.12.1942, Side 8
Eru orsakir magasárs
sálræns eðlis?
Magasár — sjúkdómur menningarinnar.
Grein úr „Fortune".
pKKERT hinna stærri líffæra
hefir minni töfra til að
bera en maginn. Hann hefir
ekkert dularfullt við sig eins og
heilinn né heldur býr hann yfir
nokkru af harmleik hjartans.
Hann er einungis hversdagslegt
líffæri, uppspretta ýmissa mið-
ur skemmtilegra hljóða, og
þess vegna skotspónn háðsyrða.
Þeir, sem þjást af magasjúk-
dómum, einkum magasári, líta
þó alls ekki á magann sem eitt-
hvert hlægilegt fyrirbrigði.
Magasjúkdómar virðast hafa
farið mjög í vöxt hin síðari ár
og er talið af sumum, að allt að
15% allra fuliorðinna manna
hafi haft eða hafi magasár. Þau
eru að verða eitt af helztu ein-
kennum vestrænnar menningar
á 20. öldinni.
Þessi sjúkdómur er sjaldan
banvænn og þjáir marga aðeins
skamman hluta æfinnar. En fáir
sjúkdómar geta breytt full-
hraustum manni á jafnskömm-
um tíma í aumkunarverðan
vesaling. Sjúklingurinn er bund-
inn við leiðinlegt viðurværi,
öðru hvoru píndur af sárum
verkjum, sem varna honum
svefns, eyðileggja starfsþrek
hans, og gera hann að lokum
að þræl síns eigin maga.
Magasár er fágætt meðal
barna og andlegra aumingja, og
þeirra sem vegna skaplyndis
síns og andlegra hæfileika hliðra
sér hjá áhyggjum og ábyrgð nú-
tíma lífs.
Hins vegar er það mjög
algengt meðal lækna, lögfræð-
inga, kaupsýslumanna, leikara
og annarra þeirra er stunda
andlegt erfiði. Það hefir því með
réttu verið nefnt svipa menn-
ingarinnar.
Fram á síðustu tíma álitu
læknar að magasár væru stað-
bundinn sjúkdómur, er stafaði
af of mikilli sýru, lélegu fæði,
ofdrykkju eða reykingum. Marg-
ir læknar eru enn þá þessarar
skoðunar, en magasár er nú
smátt og smátt að færast yfir
á svið taugalæknanna, og talið
stafa af sálrænum truflunum,
er leiði til skemmdar á magan-
um.