Úrval - 01.12.1942, Side 11
MAGASÁR — SJÚKDÓMUR MENNINGARINNAR
9
Stafi áhyggjur sjúklingsins
af fjárhagsörðugleikum eða
þ. u. 1. er oft hægt að kippa því
í lag. Örðugra er oft að eiga við
fjölskylduvandræði; reynir þá
mikið á hæfileika læknisins.
Það hefir fallið í skaut sál-
fræðinganna að greiða fram úr
ýmsum flóknum vandamálum
læknavísindanna. Margt er enn
þá eftir á því sviði. En það sem
meðal annars hefir sannast, er
að magasár á sér oft sálrænar
rætur. Áhyggjur einstaklingsins
fara stöðugt vaxandi í þjóðfé-
lagi menningarþjóðanna, og ef
til vill verða eftir nokkur ár
þúsundir manna með magasár,
sem eiga rætur sínar að rekja
til stríðshörmunganna og óviss-
unnar um framtíðina, sem svo
mjög einkennir líðandi stundu.
Hljómlistarunnandi.
Við vorum að halda hljómleika á gistihúsi einu. Er síðustu
tónarnir af „Largo“ eftir Hándel voru að deyja út, hallaði feit
og móðurleg kona, sem sat nálægt mér, sér fram og sagði:
„Viljið þér nú gjöra svo vel að spila „Largo“ eftir Hándel?"
„En við vorum að enda við að leika það,“ sagði ég.
Feita konan hneig afturáhak í stólinn, „Ó, ég vildi, að ég
hefði vitað það," sagði hún og andvarpaði. „Það er uppáhalds-
lagið rnitt." . — Mary Browne.
Halifax lávarður og jómfrúrnar.
Þegar Halifax lávarður, áður Edward Wood, var ungur, ferð-
aðist hann dag einn frá London til Bath og sat á milli tveggja
gamalla jómfrúa. Ekkert þeirra talaði meðan á ferðinni stóð.
Skömmu áður en lestin kom til Bath, fór hún inn í dimm
göng, og Halifax setti handarbakið upp að vörum sér og lét
heyrast kossasmelli. Er lestin kom aftur út í dagsljósið, leit
liann til skiptis á konurnar, sem voru mjög undrandi, stóð á
fætur, tók ofan og sagði með ertnisglampa í augunum: „Hvorri
_ykkar á ég að þakka þessa ánægjulegu stund?“
Síðan gekk hann út, en jómfrúrnar sátu eftir og horfðu tor-
tryggnislega hvor á aðra. ■— Allan A. Michie.