Úrval - 01.12.1942, Page 11

Úrval - 01.12.1942, Page 11
MAGASÁR — SJÚKDÓMUR MENNINGARINNAR 9 Stafi áhyggjur sjúklingsins af fjárhagsörðugleikum eða þ. u. 1. er oft hægt að kippa því í lag. Örðugra er oft að eiga við fjölskylduvandræði; reynir þá mikið á hæfileika læknisins. Það hefir fallið í skaut sál- fræðinganna að greiða fram úr ýmsum flóknum vandamálum læknavísindanna. Margt er enn þá eftir á því sviði. En það sem meðal annars hefir sannast, er að magasár á sér oft sálrænar rætur. Áhyggjur einstaklingsins fara stöðugt vaxandi í þjóðfé- lagi menningarþjóðanna, og ef til vill verða eftir nokkur ár þúsundir manna með magasár, sem eiga rætur sínar að rekja til stríðshörmunganna og óviss- unnar um framtíðina, sem svo mjög einkennir líðandi stundu. Hljómlistarunnandi. Við vorum að halda hljómleika á gistihúsi einu. Er síðustu tónarnir af „Largo“ eftir Hándel voru að deyja út, hallaði feit og móðurleg kona, sem sat nálægt mér, sér fram og sagði: „Viljið þér nú gjöra svo vel að spila „Largo“ eftir Hándel?" „En við vorum að enda við að leika það,“ sagði ég. Feita konan hneig afturáhak í stólinn, „Ó, ég vildi, að ég hefði vitað það," sagði hún og andvarpaði. „Það er uppáhalds- lagið rnitt." . — Mary Browne. Halifax lávarður og jómfrúrnar. Þegar Halifax lávarður, áður Edward Wood, var ungur, ferð- aðist hann dag einn frá London til Bath og sat á milli tveggja gamalla jómfrúa. Ekkert þeirra talaði meðan á ferðinni stóð. Skömmu áður en lestin kom til Bath, fór hún inn í dimm göng, og Halifax setti handarbakið upp að vörum sér og lét heyrast kossasmelli. Er lestin kom aftur út í dagsljósið, leit liann til skiptis á konurnar, sem voru mjög undrandi, stóð á fætur, tók ofan og sagði með ertnisglampa í augunum: „Hvorri _ykkar á ég að þakka þessa ánægjulegu stund?“ Síðan gekk hann út, en jómfrúrnar sátu eftir og horfðu tor- tryggnislega hvor á aðra. ■— Allan A. Michie.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.