Úrval - 01.12.1942, Side 12
Litli liðþjálfinn frá Korsíku
sendir ritstjóranum iínu.
Ef Napoleon .
Grein úr „Time and Tide“.
Ibúð 6871,
Hernaðarhverfinu,
Sælustaðnum.
Heiðraði herra.
Einn landa minna, sem gat
sér góðan orðstír í styrjöldinni,
er þið nefnið hina miklu, enda
þótt ég hafi aldrei getað séð
neitt mikilfenglegt við hana,
hefir ritað bók, er hann nefnir
„Ef Napoleon . . .“ Því miður
hefir hann gert sér meira far
um að kynnast þeim, sem hafa
ritað um mig en mér sjálfum.
En hann hefir þó reynt að
kynnast mér dálítið og er það
meira en hægt er að segja um
hershöfðingja ykkar. Andstæð-
ingum ykkar verður ekki á sú
skyssa. Þeir gera sér far um að
kynnast mér og leitast við að
herma eftir mér. Þeir eru meira
að segja svo nákvæmir, að
herma eftir mér vitleysurnar,
sem ég gerði. Þið hafið aldrei
reynt að herma eftir mér. Þið
hafið upp eftir mér ummæli mín,
en þið látið þau vera orðin tóm.
Ég hirði ekki um að geta þess,
að ég lagði aldrei út í styrjöld,
án þess að hafa lagt á ráðin um
það, hvernig ég ætlaði að haga
mér, en þið eruð ekki enn búnir
að taka saman ráð ykkar. Ég
hirði heldur ekki um að benda á
þá staðreynd, að ykkur hefir
gjörsamlega láðzt að setja hinar
tvær grundvallarreglur mínar í
samband hvora við aðra: „Mað-
ur á að þreifa fyrir sér allsstað-
ar og þá sér maður“ og „Með
því að verja allt, ver maður
ekkert.“ Þið hafið farið eftir
þeim báðum samvizkusamlega
og á sama tíma. Þið lítið enn
sömu augum á landflæmið og
hershöfðingjar ykkar í „styrj-
öldinni miklu“, er fannst það
vera svo mikilvægt í sjálfu sér.
Þið hafið aldrei skilið heilræði
mitt um einbeitingu kraftanna
á þeim stað, þar sem mest ligg-
ur við. Ég er meira að segja
ekki viss um, að þið skiljið við
hvað ég á með þessu.