Úrval - 01.12.1942, Side 13
EF NAPÓLEON . . .
11
I baráttu ykkar í Asíu reynd-
uð þið að verja allt og misstuð
því allt — Hong Kong, Malakka-
skagann, Filippseyjar, Austur-
Indíur, Singapore, Burma, Ran-
goon og það, sem var verst af
öllu fyrir ykkur, er skiljið gildi
flotaveldis, jafngildi heils flota.
Gerum ráð fyrir, að þið hefðuð
sameinað kraftana í stað þess
að dreifa þeim. Ég verð því mið-
ur að halda því fram, að það
mundi hafa tekið Japani alveg
jafnlangan tíma að taka öll
þessi lönd án bardaga og það
tók þá þrátt fyrir hetjulega
vörn ykkar. Og þá munduð þið
enn eiga skip ykkar og heri.
Nú eruð þið að búa ykkur
undir að gera þessa sömu vit-
leysu á nýjan leik. Þið ætlið
ykkur að verja Indland, þegar
forlögin hafa gefið ykkur ótví-
ræða bendingu um að gera það
ekki. Viljið þið hlýða á mig?
Ég segi ykkur, að landflæmin
eru einskis virði. Það eru menn-
irnir, sem eru mikils virði og af
þeim hafið þið ekki of mikið.
Þið hafið ekki ráð á því, að eyða
þeim fyrir Indland. Grípið tæki-
færið og farið þaðan. Flytjið
þaðan hvern hermann, hvern
fullhraustan karlmann, hverja
trygga sál. Flytjið herliðið frá
norðvestur héruðunum til
Egyptalands. Flytjið herinn frá
norðaustur héruðunum til Cey-
lon, til þess að halda þeirri eyju
sem framvarðastöð. Ef henni er
haldið með nógu mikilli ein-
beittni, mun það neyða fjand-
menn ykkar til að fara landveg
vestur á bóginn og þið getið svo
farið þaðan í ró og næði, þegar
þeir verða komnir of langt. Haf-
ið allt á brott með ykkur, sem
þið getið, eyðileggið allt, sem
þið getið ekki flutt með ykkur.
Það er hægt að gera vio járn-
braut eða leggja aðra í staðinn,
byggja nýtt orkuver, eða verk-
smiðju. En það er a'ldrei hægt
að bæta upp þá menn, sem þið
tapið. Og þið hafið mikla þörf
fyrir menn, ekki á bökkum
Indus eða Ganges, heldur á
bökkum Nílarfljóts.
Þó að þið séuð að vísu við-
vaningar, þá hafið þið samt ver-
ið að berjast í tvö þúsund ár
og þið vitið ósjálfrátt, að Nílar-
her ykkar er á þeim stað, sem
mest veltur á. Hvers vegna fór
ég með her til Egyptalands ? Til
þess að ná Indlandi. Ef floti
ykkar hefði ekki skakkað leik-
inn, mundi ég hafa unnið Ind-
land í orustunni hjá pyramidun-
um og enginn og ekkert hefði