Úrval - 01.12.1942, Síða 18
16
ÚRVAL
vorum, hvorki frægð né lítils-
virðing, allsnægtir né sár neyð,
jafnvel ekki sjúkdómar né
heilsufar yfirleitt.
En þessi óbreytanleiki erfða-
beranna hefir þó engan veginn
í för með sér, að börnin verði
eins og foreldrarnir. Hjá hverj-
um einstakling skipa litningarn-
ir sér saman á ákveðinn hátt,
en það getur orðið á svo marga
vegu, að óhugsandi er, að það
verði með sama hætti tvisvar.
Þegar æxlunarfruma verður til,
hlýtur hún aðeins helming litn-
ingafjölda annarra fruma, og
ræður því hending ein um það,
hvaða litningum hið frjóvgaða
egg býr yfir.
Sé peningi kastað upp 24 sinn-
um í lotu, kemur ýmist upp
framhlið hans eða bakhlið. Röð
framhliða og bakhliða í hverri
lotu getur orðið á 16777216
vegu, áður en nákvæmlega eins
röð kemur tvisvar fyrir. Og
þar sem hver einstaklingur
verður til á þann hátt, að tvær
frumur, sem hver um sig hafa
24 litninga, sameinast, þá eru
möguleikarnir fyrir því að hjón
eignist tvö börn, sem eru ná-
kvæmlega eins, 1 á móti 281,-
474.976.710.656. Þessar tölur
eru að vísu mun of háar, þegar
öll kurl koma til grafar, en á
því er þó enginn efi, að þótt ein
hjón gætu eignast nokkrar þús-
undir milljóna barna, þá er eng-
an veginn víst að nokkur tvö
þeirra yrðu nákvæmlega eins.
Þessar staðreyndir, sem ekki
verða dregnar í efa, þar sem þær
hafa verið sannreyndar með
hundruðum þúsunda tilrauna,
eru ekki í sem beztu samræmi
við hugmyndir manna um erfð-
ir og ,,góð kyn“. Af þessu leið-
ir á engan hátt, að menn hljóti
sömu náðargjafir í vöggugjöf,
sem reynslan afsannar daglega,
heldur hitt, að góðar gáfur geta
komið fram meðal allra stétta
og allra kynflokka.
Þroska má einstök einkenni
dýra og plantna, en án innbyrðis
giftinga meðal skyldmenna
koma engar ráðstafanir að
haldi, sem hafa það að mark-
miði að fullkomna verk náttúr-
unnar.
Góðar gáfur meðal barna
sanna það eitt, að foreldrarnir
búa yfir all miklum fjölda
góðra erfðabera, annað hvort
bæði eða annað þeirra í einkar
ríkum mæli. Vera má, að hæfi-
leika þeirra, sem litningunum
eru samfara, hafi gætt hjá for-
eldrunum, en ekki er það víst.