Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 20
Saga frá dögum spænsku
borgarastyrjaldarinnar.
B
re n n i ví n
Smásaga
eftir Arturo Barea.
UANN heyrði sprengingu —
* langt í burtu, ekki greini-
lega, en það var sprenging. Þó
var hann ekki viss um það. Fyr-
ir þrem dögum höfðu flugvélar
kastað sprengjum yfir Madrid.
Don Manuel hafði heyrt talað
ARTURO BAREA er Spánverji.
Hann er nú hálffimmtugur.
Áður en borgarastyrjöldin spænska
braust út, var hann iðnfræðilegur
ráðunautur og forstjóri mikils fyrir-
tækis í Madrid, og hafði þá ekkert
ritað bókmenntalegs eðlis frá því í
æsku. Þegar loftárásirnar á Madrid
hófust, tók hann aftur að skrifa.
„Það var eins konar flótti, “ segir
hann, „meðan ég vann í „Telefonica",
þeirri byggingu í Madrid, sem flest-
ar loftárásir voru gerðar á.“ Hann
var forstjóri utanríkis-fréttastofunn-
ar og ritskoðunardeildar utanríkis-
málaráðuneytis lýðræðisstjórnarinn-
ar fyrsta árið, sem setið var um
Madrid, og í sex mánuði hafði hann
yfirumsjón með öllu efni, sem út-
varpað var frá Madrid til annarra
landa. Þegar hann yfirgaf Spán sett-
ist hann fyrst að í Frakklandi sér
til hressingar og skrifaði þar skáld-
sögu um Madrid æskuára sinna og
var hún að nokkru leyti sjálfsævi-
saga. Síðan settist hann að í sveit í
Englandi og hélt áfram að skrifa.
um undirvitund. Og honum
fannst sennilegt, að sögurnar
hræðilegu, sem gengu manna á
milli og minningin um húsrúst
á Puerta del Sol, mundu hafa
haft áhrif á hug sinn: að það
væri aðeins ótti, sem vakti hann
þessa frostnótt í nóvember.
Don Manuel var ekki vanur
að vakna á nóttinni. Hann svaf
hinum þunga svefni miðaldra
manns, sem farinn er að borða
of mikið. Draumar hans voru á
þann veg, að hann óttaðist
slagaveiki. En þeir höfðu ekki
vakið hann. Og ekki var það
heldur frúin uppi á loftinu, er
oft hafði raskað ró hans með
hávaðasömum smásamkvæm-
um, sem hún hélt kunningjum
sínum úr hernum.
Hann lét augun reika um í
dimmu svefnherberginu. Hann
sá ekkert. Hann var sljór og
allt var hljótt, ekkert heyrðist
nema tifið í vekjaraklukkunni á
náttborðinu. Það var eins og