Úrval - 01.12.1942, Side 21
BRENNIVlN
19
hjartsláttur. Donna Juanita
hvíldi við hlið hans og breiddi
úr feitum líkamanum á dýnunni
og hrotur hennar hljómuðu
þungt í þögninni.
Hann hlustaði kvíðafullur.
Hann vissi ekki, hvort hann ætti
að kveikja á náttborðslampan-
um. Hann var með annan fót-
inn undir Donna Juanitu og það
voru óþægilegir stingir í fætin-
um, vegna þess, að þunginn, sem
hann bar, truflaði blóðrásina.
Hann reyndi varlega og með
þolinmæði að losa fótinn undan
okinu, en í hvert skipti, sem
hann var nærri laus orðinn, féll
báknið við hlið hans aftur yfir
hann. Þegar fóturinn var næst-
um frjáls, heyrðist önnur
sprenging — skýrar, nær. Það
varð til þess að fóturinn losn-
aði, því að skarpur kippur fór
um Donna Juanitu, hún stundi,
umlaði og sneri sér, án þess að
vakna.
Don Manuel settist upp í
rúminu; og á næsta augnabliki
titraði loftið af þungum
sprengjugný, og það varð önnur
sprenging svo nálægt, að hann
gat greint hávaðann í grjóti,
sem þyrlaðist upp og glamur í
brotnum gluggum.
Hann kveikti á náttlampan-
um. Ljósið hafði verri áhrif á
hann en myrkrið. Lampinn var
lítill, sveipaður bláleitri hlíf, og
hvíldi á hönd goðmeyjar úr
ódýru bronsi. Don Manuel vildi
hvorki vekja konu sína né
kveikja á loftlampanum: ljós-
geislar gátu sést í gegnum rif-
urnar á tréhlerunum, sem hann
hafði lokað vandlega, og það
gat orðið leiðarljós fyrir flug-
vélarnar.
Hann brá sér fram úr rúm-
inu. Ef konan vaknaði, gat
hann afsakað sig með því, að
hann hefði þurft að skreppa
fram.
En sannleikurinn var þessi:
Hann var þurr í munninum og
tungan eins og hann hefði borð-
að salt. Hendurnar titruðu. Hver
vissi, hvar sprengja mundi
falla? Tvö hundruð og fimmtíu
kíló. Og íbúðin hans var á þriðju
hæð í gömlu timburhúsi.
í stofunni átti hann brenni-
vínsflösku, og þeir sem á venju-
legum tímum báru skyn á slíkt,
töldu þetta beztu brennivíns-
tegund Spánar og nú var hún
ekki fáanleg, þótt gull væri í
boði. Og auk þessarar átti hann
tvær aðrar flöskur. Honum þótti
áfengi ekki gott. En einmitt af
því trúði hann á ágæti vínsins
3*