Úrval - 01.12.1942, Side 25

Úrval - 01.12.1942, Side 25
DJENGIS KHAN — DROTTNARI HEIMSINS 23 gólski sigurvegari sjálfur, sem skapaði sína bardagaaðferð. Herir hans áttu næstum allt- af við ofurefli að setja. Það er líklegt, að hann hafi aldrei haft meira en 200.000 vopnfærra manna á að skipa, en þó að her- ir hans væri ekki stærri gat hann samt lagt að velli stór- veldi, er í voru margar milljónir manna. Það er ef til vill ekki of djúpt í árina tekið að segja, að hann hafi verið mesti hers- höfðingi, sem sagan getur um. Djengis khan þýðir „Mesti höfðinginn". Hann tók sér það nafn sjálfur, því að á yngri ár- um gekk hann undir nafninu Temudjin. Temudjin var aðeins 13 ára að aldri, þegar faðir hans var drepinn á eitri. Temudjin var þá orðinn stór og sterkur, á við fullvaxta mann. Hann gat verið á hestbaki hvíldar- laust heilan dag og var boga- skytta góð. Auk þess var hann viljafastur, svo að orð var á haft. Hann var staðráðinn í því að taka við höfðingjatign föður síns yfir hinum harðgerðu hjarðmönnum, er tókst með harðneskju sinni að draga fram lífið á hrjóstugum sléttunum í Mið-Asíu. Ættbálkur hans vildi ekki líta við honum og hinir höfðingjamir ákváðu að koma hinum unga keppinauti sínum fyrir kattarnef. Þeir eltu hann eftir sléttunum, náðu honum og settu þungt tréok á axlir hon- um og festu hendur hans við það. Eitt kveldið gat Temudjin rotað varðmanninn, sem gætti hans, og laumast á brott frá tjaldbúðunum, því að allir voru í fasta svefni. Riddarar voru þegar sendir til að leita að hon- um, en hann leyndist í á einni meðan þeir riðu fram og aftur eftir bakkanum og svipuðust um eftir honum. Þegar öllu var óhætt skreið hann úr fylgsni sínu og fékk veiðimann einn, sem hann rakst á, til þess að ná af sér okinu. Öll saga hans frá þessum dögum er saga um sífelldan flótta og hvernig hann var hvað eftir annað að því kominn að verða tekinn til fanga, stundum vegna þess að þeir, sem hann treysti bezt, sviku hann. En hann var alltaf jafn staðráðinn í því að brjótast til valda og met- orða. Einu sinni hafði hann særzt af bogaskoti í hálsinn, svo að hann lá ósjálfbjarga rétt hjá herbúðum f jandmannanna. Einn
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.