Úrval - 01.12.1942, Side 27

Úrval - 01.12.1942, Side 27
DJENGIS KHAN DROTTNARI HEIMSINS 25 saman, eða jafnvel í heil ár. Ennið var flatt og það var langt bil á milli augnanna, sem voru ávallt rauð og þrútin af sandfoki. En þau voru samt hvöss og snör. Hann var fámáll og sagði aldrei neitt fyrr en eftir rækilega umhugsun. Þegar Temudjin var orðinn fimmtugur, var hann búinn að sameina alla ættbálka Mið-Asíu og var sjálfur einvaldur foringi þeirra. Nafn hans var þekkt um allar steppurnar, en ef ör f jand- manns hefði fundið réttan blett á herklæðum hans, mundi hans naumast hafa verið getið í sög- unni. Hin miklu frægðarverk hans voru öll unnin sextán síð- ustu ár ævinnar. Hann var bú- inn að koma sér upp her til að leggja undir sig heiminn. Nú byrjaði hann að nota þenna her. 1 austurátt var Kína, elzta menningarríki heims. Það skipt- ist í tvö keisararíki, er kennd voru við Kin og Sung. I vestur- átt var heimur Múhameðstrúar- manna og þar voru margar þjóðir, sem orðið höfðu til upp úr sigurvinningum spámanns- ins. Enn vestar var Rússland, er skiptist þá í mörg smáríki, og loks tók við Mið-Evrópa, þar sem úði og grúði af ríkjum, smáum og stórum. Khaninn mikh lagði fyrst til atlögu við Kínverja. Hann rudd- ist yfir múrinn mikla og geist- ist yfir Kin eða nyrðra keisara- ríkið. Hann tók höfuðborgina, Yenking, en keisarinn lagði á flótta. Þetta var glæsilegur sig- ur. — Þrem árum síðar hélt Djengis khan í vesturátt. Áður en marg- ir mánuðir voru liðnir voru her- skarar hans búnir að taka hina undurfögru borg Samarkand. Hermennirnir rændu og rupl- uðu, en soldáninn forðaði sér á flótta. Næstu ár brutust sveitir Djengis khans niður á sléttur Indlands, flæddu yfir Litlu-Asíu og löndin þar í kring, héldu norður á bóginn inn í Rússland og þaðan vestur til Mið-Evrópu. Hann var allsstaðar sigursæll. Hvers vegna? Djengis khan var viljasterk- ur með afbrigðum, þolinn svo að orð var á gert og var að auki algerlega samvizkulaus og kald- rifjaður. En máttur hans var fólginn í öðru og meiru en því. Fjandmenn hans færðu í letur nákvæma lýsingu á her hans og hernaðaraðferðum. Þar er að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.