Úrval - 01.12.1942, Qupperneq 29
DJENGIS KHAN — DROTTNARI HEIMSINS
27
deildir, er í voru 10, 100, 1000
eða 10000 menn. Auk bardaga-
mannanna hafði Djengis khan
á að skipa allskonar hjálpar-
sveitum, verkfræðingum þeirra
tíma, er stjórnuðu steinslöng-
unum og öðrum umsáturstækj-
um, flutningasveitum, sveitum
hestasveina, vopnasmiðum og
sveit, er tók við öllum munum,
sem fundust og tilkynnti um þá,
sem höfðu tapazt. Að baki hern-
um var svo öll þjóðin, er starf-
aði að öflun matvæla og vopna
handa hernum, en gætti þess
jafnframt að komast sjálf af
með sem minnst, svo að her-
mennina þyrfti ekkert að
skorta.
Hernaðaraðferðir Djengis
khan voru aðdáanlega vel und-
irbúnar og æfðar, þar sem
áherzla var á það lögð, að allt
færi fram eins og til væri ætlazt
og á hinu rétta augnabliki. Lið-
inu var fylkt í fimm raðir og
milli sveita var langt bil. Fremst
var áhlaupasveitunum fylkt og
voru þær búnar sverðum og
spjótum. Fyrir aftan voru svo
ríðandi bogskyttur.
Bogskytturnar þeystu fram á
milli áhlaupasveitanna og hófu
skothríðina, meðan hestarnir
voru enn á harða spretti. Þegar
þeir voru komnir nærri fjand-
mönnunum stukku þeir af baki,
tóku til hinna sterkari boga
sinna og sendu drífu þyngri
örva.
Þessi leifturhraði og einbeit-
ing árásarinnar á einn lítinn
blett var alger nýjung í hernaði
á þeim tímum.
Þegar búið var að koma af
stað glundroða og ringulreið í
liði fjandmannanna, ruddust
áhlaupasveitirnar fram, til þess
að fullkomna það, sem bog-
mennirnir voru byrjaðir á. Þetta
var samvinna, sem var vel æfð
og gekk bókstaflega eins og
sigurverk. Það voru engin hróp
eða köll. Allar skipanir voru
gefnar með því að veifa flögg-
um, svörtum og hvítum.
Herir Kínverja, hinir glæsi-
legu bardagamenn Múhameðs-
trúarmanna, riddarar og aðrir
hermenn kristnu þjóðanna biðu
allir ósigur fyrir hinni ógurlegu
örvadrífu Mongólanna. Venju-
lega var flótti brostinn í lið
f jandmanna þeirra, fyrr en kom
til kasta sjálfra áhlaupasveit-
anna.
Enda þótt allur her Djengis
khan væri venjulega ekki eins
mannmargur og herir þeirra,
sem hann átti í höggi við, þá
v 4*