Úrval - 01.12.1942, Side 30

Úrval - 01.12.1942, Side 30
28 XJRVAL hafði hann samt oftast fleiri hermenn þar, sem átökin fóru fram á hverjum tíma. Hann vissi, hvernig átti að fara að því að fá óvininn til að dreifa liði sínu og hvernig hann átti að sameina sitt lið sem bezt á ein- um stað. Hann var meistari í því að blekkja, hefja árás á allt öðrum stað en óvinaliðið átti von á. Hann vann fremur með sniðgönguaðferðum en með því að ráðast beint framan að f jand- manninum, enda eru slík áhlaup dýrkeyptust. Sigursæld hans byggðist á hraða, getu hans til að vera helmingi fljótari á sér en þeir, sem hann átti í höggi við. Hinar hraðfara sveitir hans brutust í gegnum herina, sem á móti voru, klufu þá í marga hluta og upprættu þá svo hvern af öðr- um. Hann fór fram hjá virkj- unum, sem voru vel varin og útbúin, í þeim tilgangi að taka þau seinna. I engu var rasað um ráð fram. Hver herför var gerhugsuð, svo að ekkert smáatriði varð út- undan, löngu áður en þeir, sem fyrir árás áttu að verða, höfðu minnstu hugmynd um, að Djeng- is khan væri að hugsa um að ráðast á þá. Hann gat sent þrjá eða fjóra sjálfstæða heri inn í land og svo langt bil verið á milli þeirra, að ekkert samband var innbyrðis hjá þeim, en samt var samvinnan eins og hún gat bezt orðið, af því að hver þeirra vissi nákvæmlega, hvað honum var ætlað að gera á hverjum tíma, og hvert verk var í réttu samhengi við þau hlutverk, sem hverjum hinna hafði verið falið. Sum stríðin vann Djengis khan að miklu leyti með áróðri áður en slegið hafði í bardaga. Enginn hefir kunnað betur að beita orðum en þessi villimaður, er var þó hvorki læs né skrif- andi. Karavanakaupmennirnir voru fimmta herdeild hans. Með aðstoð þeirra réð hann menn í þjónustu sína í því landi, sem hann ætlaði að ráðast á. Hann kynnti sér landslag hjá fjand- mönnunum, hvernig þjóðin var í siðum og háttum og hvernig stjórnmálaástandið var í land- inu. Gerði hann sér einkum far um að komast í samband við þá menn, sem voru óánægðir með ríkjandi ástand og magna inn- anlandserjur. Njósnarar hans meðal Mú- hameðstrúarmanna sögðu hon- um, að móðir soldánsins væri afbrýðisöm vegna þess, hversu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.