Úrval - 01.12.1942, Page 30
28
XJRVAL
hafði hann samt oftast fleiri
hermenn þar, sem átökin fóru
fram á hverjum tíma. Hann
vissi, hvernig átti að fara að því
að fá óvininn til að dreifa liði
sínu og hvernig hann átti að
sameina sitt lið sem bezt á ein-
um stað. Hann var meistari í
því að blekkja, hefja árás á allt
öðrum stað en óvinaliðið átti
von á. Hann vann fremur með
sniðgönguaðferðum en með því
að ráðast beint framan að f jand-
manninum, enda eru slík áhlaup
dýrkeyptust.
Sigursæld hans byggðist á
hraða, getu hans til að vera
helmingi fljótari á sér en þeir,
sem hann átti í höggi við. Hinar
hraðfara sveitir hans brutust í
gegnum herina, sem á móti
voru, klufu þá í marga hluta og
upprættu þá svo hvern af öðr-
um. Hann fór fram hjá virkj-
unum, sem voru vel varin og
útbúin, í þeim tilgangi að taka
þau seinna.
I engu var rasað um ráð fram.
Hver herför var gerhugsuð, svo
að ekkert smáatriði varð út-
undan, löngu áður en þeir, sem
fyrir árás áttu að verða, höfðu
minnstu hugmynd um, að Djeng-
is khan væri að hugsa um að
ráðast á þá. Hann gat sent þrjá
eða fjóra sjálfstæða heri inn í
land og svo langt bil verið á
milli þeirra, að ekkert samband
var innbyrðis hjá þeim, en samt
var samvinnan eins og hún gat
bezt orðið, af því að hver þeirra
vissi nákvæmlega, hvað honum
var ætlað að gera á hverjum
tíma, og hvert verk var í réttu
samhengi við þau hlutverk, sem
hverjum hinna hafði verið falið.
Sum stríðin vann Djengis
khan að miklu leyti með áróðri
áður en slegið hafði í bardaga.
Enginn hefir kunnað betur að
beita orðum en þessi villimaður,
er var þó hvorki læs né skrif-
andi. Karavanakaupmennirnir
voru fimmta herdeild hans. Með
aðstoð þeirra réð hann menn í
þjónustu sína í því landi, sem
hann ætlaði að ráðast á. Hann
kynnti sér landslag hjá fjand-
mönnunum, hvernig þjóðin var
í siðum og háttum og hvernig
stjórnmálaástandið var í land-
inu. Gerði hann sér einkum far
um að komast í samband við þá
menn, sem voru óánægðir með
ríkjandi ástand og magna inn-
anlandserjur.
Njósnarar hans meðal Mú-
hameðstrúarmanna sögðu hon-
um, að móðir soldánsins væri
afbrýðisöm vegna þess, hversu