Úrval - 01.12.1942, Page 31
DJENGIS KHAN
DROTTNARI HEIMSINS
29
voldugur sonur hennar væri.
Djengis khan lét skrifa fyrir sig
bréf til hennar. Var það skrifað
eins og það væri svar við bréfi
frá henni, þar sem henni var
þakkað fyrir tilboð hennar um
að bjóða aðstoð sína. Síðan
sendi hann bréfið af stað, en sá
svo um, að bréfberinn væri
handtekinn af mönnum soldáns-
ins. Þegar Djengis khan lét síð-
an til skarar skríða gegn Mú-
hameðstrúarmönnum, rambaði
ríki þeirra á barmi borgara-
styrjaldar.
Khaninn hafði menn sína í
mörgum löndum. Hann bar fé á
óheiðarlega stjórnmálamenn. —
Einu sinni komust njósnarar
hans á snoðir um það, að her-
málaráðherra Kínverja hafði
stolið úr sjálfs sín hendi. Þegar
það komst í hámæli, hafði það
í för með sér viðsjár miklar í
Kína, einmitt þegar Mongólar
voru að leggja upp í herför sína
gegn því.
Hann kunni líka að beita hót-
unum í áróðri sínum. Gerði hann
sér það að reglu að láta þá þjóð,
er hann hafði í hyggju að ráð-
ast á, fá sem gleggstar fregnir
af því, hverja útreið þær þjóðir
höfðu fengið, er hefðu gerzt svo
djarfar að bjóða hinum mikla
khan byrginn. Hann hótaði þeim
þjóðum gereyðingu, sem ekki
gæfust upp. Gæfust þær upp,
eyddi hann þeim engu að síður.
Hann beitti einnig áróðrinum
heima fyrir til að stappa stál-
inu í sína eigin þjóð. Hann lof-
söng dyggðir hermannsins og
vann að því á allan hátt að
koma því inn hjá þeim, er heima
sátu, að það væri eðlilegt, að
þau ættu að vinna baki brotnu
til að herinn þyrfti aldrei að
skorta neitt og gæti ávallt verið
í hernaði. Hann kenndi þjóð
sinni, að Mongólar væri sérstæð-
ur kynþáttur, æðri öllum öðrum.
Það var auðvitað blekking, því
að blöndun hafði þá átt sér stað,
alveg eins og nú.
Grimmd og hryðjuverk voru
einn þáttur í sigurvinninga-
stefnu hans. Ef borg varðist,
þegar hann sótti að henni, þá
brenndi hann hana og lét drepa
alla íbúana, karla, konur og
börn. Það var gert vandlega og
rólega. Þegar her hans fór á
brott, skildi hann eftir nokkra
af mönnum sínum og fáeina
fanga í rústum borgarinnar.
Fangarnir voru síðan neyddir
til að hrópa, að Mongólar væri
allir á bak og burt. Þegar þeir
íbúanna, sem tekizt hafði að