Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 31

Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 31
DJENGIS KHAN DROTTNARI HEIMSINS 29 voldugur sonur hennar væri. Djengis khan lét skrifa fyrir sig bréf til hennar. Var það skrifað eins og það væri svar við bréfi frá henni, þar sem henni var þakkað fyrir tilboð hennar um að bjóða aðstoð sína. Síðan sendi hann bréfið af stað, en sá svo um, að bréfberinn væri handtekinn af mönnum soldáns- ins. Þegar Djengis khan lét síð- an til skarar skríða gegn Mú- hameðstrúarmönnum, rambaði ríki þeirra á barmi borgara- styrjaldar. Khaninn hafði menn sína í mörgum löndum. Hann bar fé á óheiðarlega stjórnmálamenn. — Einu sinni komust njósnarar hans á snoðir um það, að her- málaráðherra Kínverja hafði stolið úr sjálfs sín hendi. Þegar það komst í hámæli, hafði það í för með sér viðsjár miklar í Kína, einmitt þegar Mongólar voru að leggja upp í herför sína gegn því. Hann kunni líka að beita hót- unum í áróðri sínum. Gerði hann sér það að reglu að láta þá þjóð, er hann hafði í hyggju að ráð- ast á, fá sem gleggstar fregnir af því, hverja útreið þær þjóðir höfðu fengið, er hefðu gerzt svo djarfar að bjóða hinum mikla khan byrginn. Hann hótaði þeim þjóðum gereyðingu, sem ekki gæfust upp. Gæfust þær upp, eyddi hann þeim engu að síður. Hann beitti einnig áróðrinum heima fyrir til að stappa stál- inu í sína eigin þjóð. Hann lof- söng dyggðir hermannsins og vann að því á allan hátt að koma því inn hjá þeim, er heima sátu, að það væri eðlilegt, að þau ættu að vinna baki brotnu til að herinn þyrfti aldrei að skorta neitt og gæti ávallt verið í hernaði. Hann kenndi þjóð sinni, að Mongólar væri sérstæð- ur kynþáttur, æðri öllum öðrum. Það var auðvitað blekking, því að blöndun hafði þá átt sér stað, alveg eins og nú. Grimmd og hryðjuverk voru einn þáttur í sigurvinninga- stefnu hans. Ef borg varðist, þegar hann sótti að henni, þá brenndi hann hana og lét drepa alla íbúana, karla, konur og börn. Það var gert vandlega og rólega. Þegar her hans fór á brott, skildi hann eftir nokkra af mönnum sínum og fáeina fanga í rústum borgarinnar. Fangarnir voru síðan neyddir til að hrópa, að Mongólar væri allir á bak og burt. Þegar þeir íbúanna, sem tekizt hafði að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.