Úrval - 01.12.1942, Page 33
Aðeins ein tönn!
Úr bókinni „Inside Benchley"
eftir Robert Benchley.
pÓLK verður aldrei þreytt á
* að tala um tennurnar í sér.
Það nýtur þess að útmála fyrir
náunganum hina hryllilegu
reynslu sína í stól tannlæknis-
ins. —
En raunverulega er hin stutta
stund í stólnum aðeins brot af
þeim þjáningum, sem því fylgir
að láta gera við tönn. Allur und-
anfari þess, allt frá því, að
skemmdin gerir vart við sig og
þangað til tannlæknirinn stígur
fætinum á stigsveifina á stóln-
um, er margfalt verri. Það er
gott og blessað að deyfa tönn-
ina áður en gert er við hana,
en þörfin fyrir deyfingu er
miklu brýnni þegar frá þeirri
stundu, að sjúklingurinn ákveð-
ur að leita til tannlæknisins.
Engin stund er eins uggvæn-
leg og þegar tungan í áhyggju-
lausum leik sínum um munninn
nemur staðar við egghvassa
brún á holu, sem tannfylling
hefir dottið upp úr. Heimurinn
stendur kyrr andartak og þú
horfir hugsandi upp í loftið. Svo
kippir þú tungunni burtu og
reynir að hughreysta sjálfan
þig hlæjandi.
„Hvaða vitleysa, góði! Það er
ekkert að. Taugarnar eru úr
jafnvægi eftir erfitt dagsverk,
annað er það ekki.“
Varlega og með uppgerðar-
kæruleysi rennirðu tungunni
aftur eftir tanngarðinum. Hún
rekur sig á sömu brúnina! Nú
er enginn vafi lengur. Þú verður
að láta gera við tönnina. Það er
eins gott að hringja til tann-
læknisins strax og panta hjá
honum tíma.
Gerum ráð fyrir, að þessa
óheillastund hafi borið upp á
þriðjudag. Um kvöldið gáirðu
að símanúmeri tannlæknisins í
símaskránni. Það fer um þig
sviflétt hitabylgja, þegar þú
uppgötvar, að nafn hans er ekki
í skránni. Hvernig er hægt að
ætlast til þess, að þú pantir tíma
hjá tannlækni, sem ekki hefir
síma? Slíkt er óhugsandi!