Úrval - 01.12.1942, Page 40
38
TJRVAL
dag. Það mátti því gera ráð
fyrir því, að hún skipti þurr-
lendinu jafnara þegar í upphafi.
Sumir jarðfræðingar halda
því fram, að myndun jarðarinn-
ar hafi verið svo snögg, að ekki
hafi verið tími til að þurrlendið
gæti skipzt jafnara. Það er
í raun og veru engin skýring.
Sennilegra er það, að tungl-
ið hafi einu sinni verið hluti
jarðarinnar. Þegar það fór, til
þess að stofna „sitt eigið bú“,
hafi það tekið með sér granít
það, sem var á Kyrrahafssvæð-
inu. Önnur kenning um þetta er
á þá leið, að við brottför tungls-
ins hafi hnattmyndun jarðar-
innar farið úr lagi og það or-
sakað hreyfingu á hinum létt-
ari efnum hennar. Hvort, sem
réttara er, þá er litið þannig á
jörðina í báðum þessum kenn-
ingum, eins og hún sé smám
saman að ná sér eftir mikið
áfall, sem hún hafi fengið fyrir
óralöngu.
En hvers vegna fór tunglið?
Þar komum við að einni hinni
merkilegustu vísindakenningu,
sem mynduð hefir verið. Henri
Poincaré hefir sannað stærð-
fræðilega, að ef hin unga og
fljótandi jörð hefði haft vissan
snúningshraða, mundi hún
verða eins og pera í lögun og
springa í sundur, ef snúnings-
hraðinn ykist lítillega. Hinn
mjórri endi perunnar mundi þá
verða að tunglinu. Það, sem
mælir helzt á móti þessari kenn-
ingu, er að snúningshraðinn
þyrfti að vera mjög mikill.
En er nokkuð, sem sannar
það, að jörðin hafi nokkuru
sinni snúizt eins hratt og nauð-
synlegt var ? Það eru til all-
merkilegar sannanir fyrir því.
Þegar tunglið fór leiðar sinn-
ar, tók það með sér mikinn
hluta af snúningsorku jarðar-
innar. Hægt er að áætla, hvað
það hefir verið mikið. Ef jörðin
fengi þá orku aftur, mundi hún
snúast með þeim geigvænlega
hraða, að sólarhringurinn yrði
aðeins fjórar klukkustundir.
Þau skilyrði, sem yrðu að vera
fyrir hendi, til að skilnaður gæti
komið til greina, væru því til.
Auðvitað hafa menn verið að
kasta rýrð á þessa kenningu.
Veigamesta mótbáran er sú, að
enda þótt jörðin hefði verið
miklu heitari en hún er nú, þá
hefðu efni hennar aldrei getað
verið nógu fljótandi, til þess að
þau gætu aðskilizt með þeim
hraða, sem nauðsynlegur var
samkvæmt kenningunni.