Úrval - 01.12.1942, Síða 41
„Frelsisher“ Júgóslavíu heldur
áfram baráttunni.
Mikhailovitch Serbakappi.
Grein úr „Magazine Digest“,
eftir Eugene Doroshenko.
I ANGT inni í hinum skógi-
vöxnu fjalladölum Serbíu
stendur maður einn við útvarps-
hljóðnema, til þess að tilkynna
heiminum stórkostlega frétt.
Hann er grannvaxinn, sex fet á
hæð, sólbrenndur og veðurbitinn
í andhti, jarpur á hár og aug-
un blá og hugsandi bak við
þykk gleraugu.
Þessi dagur, 12. janúar 1942,
er merkisdagur í sögu Serba.
Um leið og maðurinn hefur upp
raust sína til að tala í hljóð-
nemann, réttir hann upp þrjá
fingur annarrar handar: ,,Ég,
Draja Mikhailovitch, lofa því,
að framkvæma skyldustörf mín
til dauðadags, eða þangað til
innrásarherinn hefir verið hrak-
inn úr landi mínu.“
Þetta er foringi ,,frelsishers“
Júgóslava, Draja Mikhailovitch,
yfirmaður 150,000 reglulegra
hermanna og skæruhermanna,
maðurinn, sem Þjóðverjar hafa
lagt tíu milljónir dínara til höf-
uðs. Hann er ungur — aðeins
48 ára — framsýnn og djarfur.
Hann sameinar hið mikla þrek
og ráðkænsku Serbans og næst-
um því einkennilega stjórnmála-
lega og hernaðarlega forsjálni.
Eftir eina öld mun hans verða
minnzt í hinnum dásamlegu
hetjusöngvum Serba.
Mikhailovitch er maður mjög
við alþýðu skap. Hann er glað-
lyndur og hefir mesta yndi af að
skemmta sér og gera að gamni
sínu, er vel heima í sögu og
hljómlist þjóðar sinnar og er
fimm barna faðir. Hann er
mjög ólíkur öðrum hershöfð-
ingjum, sem hófust til valda í
Júgóslavíu fyrir stríðið.
Hann er einvaldur á því 50
þús. ferkílómetra svæði, sem
hann hefir náð aftur af þeim
240 þús. ferkílómetrum, er
möndulhersveitirnar lögðu und-
ir sig. Hann gefur út vegabréf
fyrir þessa „frelsiseyju", sem
Framhald á bls. 97.