Úrval - 01.12.1942, Síða 51
RÁÐGÁTA ÍMYNDUNARAFLSINS
49
snögglega og það varð að senda
eftir sérfræðing — en hann kom
of seint. Þegar hann ætlaði að
taka bílinn sinn, var einhver bú-
inn að stela honum.“
Orsakir þessarar sorgarsögu
virtust augljósar. Ég var að aka
bifreið til sjúkrahúss, og leiðin
lá fram hjá betrunarstofnun.
En hver var þessi leiftur-
hraða gáfa, sem setti þetta allt
saman í eina heild, á auga-
bragði, og skóp úr því svo ljósa
og átakanlega sögu? Hver svo
sem hún var, þá gerði hún sögu-
þráðinn langtum áhrifameiri og
var miklu hraðvirkari en vitund
mín ein var fær um.
Viku síðar fór ég fram hjá
kolabirgðastöð einni. Þar voru
eins konar grindapallar, þar
sem járnbrautarvagnar losuðu
kolin í stærðar geyma. Þegar ég
stóð þarna, sá ég allt í einu
aðra sýn, eins skýrt og greini-
lega og á kvikmyndatjaldi.
Verkamaður úr slíkri kola-
birgðastöð var heima hjá sér,
ásamt kunningja sínum. Allt í
einu fóru þeir að stæla og verka-
maðurinn sló kunningjann nið-
ur. Ég sá manninn detta, höfuð
hans lenti á miðstöðvarofni og
varð það hans bani.
Örvita ók morðinginn líkinu
til kolabirgðastöðvarinnar, þar
sem hann vissi, að fullur kola-
vagn beið á pallinum. Hann kom
líkinu fyrir í geyminum undir
vagninum og lét kolin síðan
hylja yfir það. Lögregluþjónn
heyrði hávaðann og spurði
verkamann, hvað hann væri að
gera þarna um hánótt. Maður-
inn skýrði svo frá, að hann hefði
átt þetta ógert um kvöldið, og
þar sem hann væri í hálfgerðri
ónáð hjá verkstjóranum, hefði
hann tahð réttast að koma aft-
ur og Ijúka þessu verki. Lög-
regluþjónninn hafði oft séð
þennan mann við vinnu þarna,
og tók skýringuna gilda. Þeir
stóðu þarna og skeggræddu og
horfðu á kohn hrynja niður —
þegar stúlkulíkami féll allt í
einu niður úr vagninum og ofan
á kolabinginn.
Eftir þessa sýn, varð ég ekki
var við fleiri. Ég er ekki í nein-
um vafa um það, að allar sög-
urnar voru beinlínis svar við til-
raunum mínum í þá átt að örfa
ímyndunarafl mitt. Það undra-
verðasta er, hve skyndilega þær
urðu til, og þó svo nákvæmar
og fullkomnar í smæstu atrið-
um.
Þessar tilraunir hafa komið
mér á þá skoðun, að ef menn