Úrval - 01.12.1942, Side 55
LIMLESTUR
53
nagað sig inn í sál þeirra — eins
og sýra. Þeir eru einmana og
þrjózkufullir. Annar þeirra
áfellist foreldra sína með níst-
andi beizkju fyrir það, að þau
skyldu ekki hafa lofað honum
að deyja. Hvernig eigum við að
forða drengnum okkar frá því
að verða eins og þeir ?
Við hjónin erum ung. Ég er
23 ára og hann 27. Hann er
kennari og laun hans eru lítil.
Nú bíða okkar mikil fjárútlát.
Drengurinn okkar verður að fá
allt, sem hægt er að fá fyrir
peninga til að létta honum lífið,
gera það sem líkast lífi heil-
brigðra drengja. Þó að við neit-
um okkur um allt nema brýn-
ustu lífsnauðsynjar, munum við
aldrei losna úr skuldum.
Getum við varnað því, að
byrði þessarra skulda leggist að
einhverju leyti á herðar drengs-
ins okkar? Ef hann heldur
áfram að elska okkur, verður
þá ekki meðvitundin um þá
byrði, sem við berum hans
vegna, hræðilega þungbær ? Get-
um við bæði leynt svo skugg-
anum af þessum f járhagsörðug-
leikum okkar, að hann taki ekki
eftir því ? Einhvern veginn verð-
um við að gera það — en
hvernig ?
Hingað til höfum við leikið
okkur og notið lífsins öll í sam-
einingu. Á veturna höfum við
farið á skauta, með drenginn
okkar á sleða. Á sumrin lékum
við hjónin tennis og hann trítl-
aði eftir boltunum, sem skopp-
uðu út af. Nú, fyrst um sinn að
minnsta kosti, geta þessar sam-
vistir ekki haldið áfram. Annað
okkar verður alltaf að vera hjá
drengnum, þegar hitt fer eitt-
hvað sér til hvíldar og hress-
ingar.
Ég skrifa þetta um leið og
ég hugsa það — fikra mig
áfram í blindni. Ég verð að læra
að vera drengnum mínum allt:
Ég verð alltaf að vera glöð. Nú
á þessarri stundu verð ég að
ákveða, hvað ég ætla að segja
við hann, þegar deyfilyfin eru
ekki lengur til að sljógva með-
vitund hans, og hann togar í
gibsmótin og segir: „Mamma,
taktu þetta. Það er svo þungt,
gerðu það, mamma!“ Get ég
hjálpað honum að bera þá byrði
— hjálpað honum til að liggja
kyrrum og varðveita barnslund-
ina frá beizkju þá löngu og
erfiðu mánuði, sem framundan
eru?
I kvöld kom hjúkrunarkonan
inn til að sjá, hvort ég væri