Úrval - 01.12.1942, Side 56

Úrval - 01.12.1942, Side 56
54 tTRVAL sofandi. Ég heyrði, þegar hún var að koma, faldi ritföngin og lézt sofa. Hún lagaði kodda drengsins, gaf honum að drekka í gegnum slönguna og stóð svo lengi og horfði á hann. Mig lang- aði til að æpa. Hvað var hún að hugsa ? Ef til vill finnst henni líka, að læknavísindin séu ekki alltaf miskunnarsöm. Hún er farin, og í huganum fer ég aftur og aftur yfir at- burði hins hræðilega dags, þeg- ar slysið varð. Ég sat á svölun- um og var að sauma. Dengsi litli var að renna sér á hlaupa- hjólinu niður stíginn og kettl- ingurinn var á hælunum á hon- um. Allt í einu stökk kettling- urinn út á miðja götuna. Dengsi hljóp á eftir honum og var kom- inn út á miðja götuna áður en ég fékk nokkuð að gert. Bíllinn nam staðar og piltur- inn, sem ók, steig út. Hann sagði hreinskilnislega við lög- regluna: ,,Ég ók á 80 km. hraða — var að flýta mér, því að ég var orðinn of seinn á stefnu- mót.“ Hann veit ekki, hvað hann hefir gert. Hann hefir oft komið á spítalann til að spyrja um líðan Dengsa, og þegar hann frétti í dag, að hann væri úr allri hættu, var hann laus úr allri ábyrgð. „Ö, hvað mér þykir vænt um það! Það hefði verið hræðilegt, ef hann hefði dáið.“ Hann verður ekki sóttur til saka. Sennilega lofar hann í kvöld sinn sæla fyrir að hafa sloppið svona vel út úr þessu. Ég skrifa þetta ekki aðeins sem móðir drengsins míns; ég skrifa það vegna þeirra mörgu, sem þjást af því að einhver ást- vinur þeirra hefir hlotið ævi- löng örkuml í bílslysi og orðið hafa að reisa líf sitt af nýjum grunni, eins og ég verð nú að gera. Er enginn til að tala máli þeirra þúsunda, sem hlotið hafa örkuml vegna andvaraleysis annarra? Er ekkert hægt að gera til að fyrirbyggja þessar þjáningar ? Það er of seint fyrir drenginn minn, en það er ekki of seint fyrir þau börn, sem enn eru heil og frjáls. o o o JjAÐ, sem ef til vill skilur mennina mest frá dýrunum, er löng- un þeirra til þess að taka inn lyf. Sir William Oster.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.