Úrval - 01.12.1942, Page 63
BÖRNIN, SEM VIÐ DKKRUM VIÐ
61
tímist geysimikil örvun til vaxt-
ar og þroska.
Viðkvæmar mæður, sem vilja
hjálpa ungum dætrum sínum
yfir þjóðfélagslegar torfærur,
ganga ákaflega langt í þessum
efnum. Það er ekki ótítt, að á
barnaskemmtunum sjáist 10
ára telpur með liðað hár og
klæddar nýtízku samkvæmis-
kjólum. Hin spillandi áhrif, sem
slík vitleysa hefir á smábörn,
eru öflugri en svo, að styrkasta
skapgerð fái þolað.
Það er ekki að undra, þótt
þessi börn fái rangar hugmynd-
ir um gildi hlutanna og vaxi upp
í virðingarleysi gagnvart þeim
eigum, er þau höfðu aldrei ósk-
að sér. Ég þekki 12 ára gamla
telpu, sem í lok skólaársins
skildi reiðstígvél og prjóna-
treyju eftir í fatageymslu skól-
ans. Þegar kennarinn spurði
hana, hvað hann ætti að gera
við þessa hluti, sagði hún:
„Hentu því — mér hefir hvort
sem er aldrei þótt neitt varið í
þetta.“ I öðrum skóla kom það
fyrir, að enda þótt allt hugsan-
legt væri gert til þess að finna
eigendur óskilamuna, þá voru
samt eftir að loknum námstím-
anum: 19 pör hanzkar, 17 hatt-
ar, 6 peysur, mörg pör af skó-
hlífum, armbönd, lindarpennar,
snyrtitöskur og fleira. Annað
hvort þekktu börnin ekki þessa
muni sína eða þau hirtu ekki um
að vitja þeirra!
Hvílík lýsing á uppeldishátt-
um foreldra! Þegar barn hirðir
ekki um að vitja þess, er það
hefir týnt, þýðir það blátt
áfram, að foreldrar þess láta
sér tjónið í léttu rúmi liggja og
eru fúsir að bæta það. Það hefir
því engin áhrif á barnið, þótt
það týni einhverju. Auðsætt er,
að slíkir foreldrar vanrækja gott
tækifæri til þess að temja barni
sínu góðar venjur.
Hirðuleysi gagnvart eigin
eignum og eignum annarra er
næstum því eitt og hið sama.
Kennarar segja mér, að börn
frá slíkum heimilum séu kæru-
lausir skemmdarseggir bæði í
skóla og á leikvelli, og að þau
séu að jafnaði óhéiðarlegri en
önnur börn. Þau hnupla lindar-
pennum eða íþróttaáhöldum, ef
þau sjá sér færi.
Tólf ára telpa í nýtízku skóla
einum í New York rétti kennara
sínum 10 centa pening sem
þóknun fyrir að hann hafði tek-
ið kápu hennar upp af gólfinu.
Hinn ruglaði hugmyndaheimur
hennar kom henni til að álíta,