Úrval - 01.12.1942, Blaðsíða 64
62
tJRVAL
að peningar jafngiltu fullkom-
lega venjulegri kurteisi og gætu
komið í hennar stað. Ruddaleg
hegðun, sem jafnvel nálgast
ósvífni gagnvart foreldrum,
kennurum og þjónustufólki, er
einkenni hins illa uppalda dek-
urbarns. Þetta er þó ekki fyrst
og fremst barnsins sök, heldur
foreldranna. Þau hafa vanrækt
að kenna barninu undirstoðu-
atriði hæverskrar framkomu,
annað hvort af því, að þau hafa
sjálf alrangar hugmyndir um
uppeldi eða vegna þess, að þau
gefa sér ekki tíma til slíkrar
fræðslu.
Foreldrar kvarta oft undan
því, að skólar geri börn ekki
ástundunarsöm. En það er
bara ekki skólanum að kenna,
þótt barni yðar takist ekki að
ljúka verki, sem það á að leysa
af hendi. I stað þess að venja
það frá upphafi á sjálfstraust
og ástundunarsemi, þá hafið þér
gefið því peninga, sem það átti
raunar að vinna fyrir sjálft, og
þér hafið látið það alast upp í
agaleysi og án þess að það öðl-
aðist metnað og trú á eigin
ramleik. Og svo sárnar yður, er
það stendur sig illa í skólanum!
Ef til vill hafið þér ekki enn
gert yður ljóst, að þessar mis-
fellur á skólanáminu eru und-
anfari annarra og meiri afglapa
síðar í lífinu.
Ef eitt af aðalmarkmiðum
uppeldis er að búa barnið undir
lífið, þá verður að fræða það
um þýðingu vinnunnar og hví-
lík hamingja er fólgin í að Ijúka
vel unnu verki. Á mörgum vel-
stæðum heimilum fá börnin þá
hugmynd um líkamleg störf, að
þau séu óvirðuleg og niðurlægj-
andi. Ekkert er skaðlegra, ef
um myndun heilbrigðrar skap-
gerðar er að ræða. Það ætti að
venja börn og unglinga á að
vinna venjuleg heimilisstörf, og
sjá svo um, að þau Ijúki jafnan
því, er þeim er falið að gera.
Það má tengja gildi peninga
við þýðingu vinnunnar. Það er
hlægilegt, að fá barni í hendur
meira fé en það hefir þörf fyrir.
Látið barnið fyrst fá nokkra
skildinga til umráða, svo að það
geti lært að fara með þá, eyða
nokkrum hluta og spara hinn.
Ef upphæðin er smám saman
aukin, fer barnið að meta gildi
peninga réttilega, og skilur,
hvað það getur keypt og hvað
ekki.
Að lokum vildi ég segja þetta
við foreldra: „Fórnið börnun-
um meira af tíma yðar og sýnið